Tungan mín...
21.11.2008 | 13:18
Það er nú aldeilis hvað sunnlendingarnir mínir hafa heppnina með sér í dag. Haldið ekki að mér hafi áskotnast mynd af Tungu- frá vini mínum Hreini Magnússyni ljósmyndara...
Þetta er setrið, við verðum á hæðinni og með risið. Eins og staðan er núna eftir hádegi á föstudegi er íbúðin mín hin full af dóti, ég er ekki búin að pakka niður í einn einasta kassa en Tunga er galtóm. Á sama tíma á morgun ætla ég að vera búin að koma öllu dótinu mínu þangað og koma mér fyrir seinnipartinn! Og hana nú...
Athugasemdir
Ánægð fyrir þína hönd að fá að fara í gamla húsið "þitt"
Gangi ykkur vel...........Knúúússsss
Harpa (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:29
Til hamingju með þetta fallega hús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 00:00
Funkis smunkis...þetta er massa sjarmi. Ég heyri brak í gólffjölum, sé fyrir mér lágan eldhúsbekk og rósettur í lofti. En mun koma á seinni stigum til að taka þetta út. Hefði náttúrulega þurft að hjálpa ykkur að flytja, en verð að treysta á burðarmenn eystra. Byrjarðu ekki bara á að setja upp seríur í eitthvað af þessum huggulegu gluggum?
E
Elsa (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:17
En sætt hús!! - til hamingju með nýja heimilið ykkar
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:17
Helgi Garðarsson (gamlar ljósmyndir frá Reyðarf) ar eru tvær flottar af Tunguu þinni. fann þetta við leit að gömlum myndm af mínu húsi kv/ph
p.h. (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:59
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:23
Er ekki allt í góðu eystra?
Elsa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:30
ertu þá að vera miðbæjar rotta Reyðarfjarðar.
flott hjá þér
dofri (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:07
hamingjuóskir með Tunguna.
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.11.2008 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.