Af fiskibollum og snjóstormi
20.10.2008 | 00:41
Enn ein helgin liðin. Þær þjóta hjá blessaðar. Til allrar lukku þykir mér einstaklega gaman í vinnunni þannig að mér líkar einnig vel við mánudagsmorgna! Set hér inn helgina í myndformi...
Brunuðum á Stöddann þar sem amma Jóna var búin að landa 6 kílóum af þorski í bollugerð, dugleg kerlan! En við byrjuðum á því að fara í fjöruna. Vopnuð dósum og stækkunargleraugum, í von um að finna einhverjar skemmtilegar pöddur...
En það var engin beinagrind í ömmu eldhúsi! Ne, hei- þar voru bara bollur í fjöllum...
En svo var voða gott að baða sig eftir átökin...
Við klesstumst líka með Nóna og co. Hanna framkvæmdi gjörning sem sló í gegn- bauð upp á bláklædd karamelluepli!
Krakkarnir notuðu veðrið til þess að fara út að leika, fyrsti snjórinn er alltaf vinsæll...
...á meðan græjuðu mæðurnar lummuboð fyrir svanga maga og rjóðar kinnar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.