Að ferðast aftur í tímann, það er ekkert mál!

Hugur manns er magnað fyrirbæri. Engin þörf er fyrir tímavél eða aðra tækni. Nóg er að finna lykt, heyra lag eða fara í ákveðnar aðstæður þá kallar það fram ákveðnar minningar, góðar eða slæmar. Heimsótti góðan fjölskylduvin á Borgarsjúkrahúsið í gær. Þegar ég var að hringsóla á planinu eftir stað til þess að leggja áttaði ég mig á því að ég hef aldrei komið þangað eftir andlát pabba árið 2000, en þá var ég þar daglegur gestur í heilan mánuð...

Þegar ég kom svo inn í anddyrið og upp í afgreiðsluna skipti engum togum með það að ég skutlaðist átta ár aftur í tímann. Fannst ég stödd þarna 24 ára. Upplifði hrollinn, hnútinn í maganum, kvíðann eftir framhaldinu- allt á einu sekúndubroti. Magnað...

En þrátt fyrir það var gott að hitta Jónu og Höllu, já og auðvitað kyssa Kjartan á ennið og hvísla að honum að standa sig eins og hetja, alveg eins og ég gerði alltaf við pabba. Verð að skjóta myndinni af þeim vinunum, pabba og Kjartani ásamt þeirra heittelskuðu, mömmu og Jónu aftur hér inn...

Mamma, Jóna Hall, pabbi og Kjartan á hjónaballi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu í bænum góan? Ég er líka í bænum, þ.e. á eigin heimili...lasin. Flott hjá mér að byrja í vinnunni eftir fæðingarorlof, vinna í tvo daga og verða þá lasin. Smart!

 Bestu kveðjur náttúrulega! 

Elsa (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:47

2 identicon

Mér finnst þetta alveg geggjuð mynd!! Pabbi þinn er alveg eins og einhver kvikmyndastjarna, þá dettur mér í hug einhverskonar James Dean stíll!!

Bestu kveðjur og takk fyrir síðustu helgi.. Hanna Bj.

Hanna Björk (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband