Væskilslegur sjóræningi!

Bara varð að blogga aðeins meira. Lenti í ótrúlega krúttlegu samtali við son minn áðan, sem nota bene á að vera búinn að sofa í rúman klukkutíma! Reyni að koma litlu krökkunum í rúmið klukkan átta þegar þau þurfa að vakna í skólann daginn eftir. Bríet er allaf fljótari en Þór að sofna og hann brasar yfirleitt töluvert áður en hann gengur til liðs við Óla lokbrá. Í kvöld var brasið í hámarki. Hann þurfti að pissa, var þyrstur, þurfti aftur að pissa og gólaði stanslaust á að ég ætti að koma og sofa með honum. Rétt í þessu þurfti hann að pissa í annað skipti og ég fór því inn og náði í hann:

 Þór Sigurjónsson- landkönnuður!

Á klósettinu...

Þór: Sú lúlla me mér (þú átt að lúlla með mér)

Ég: Nei maður, þú ert orðinn svo stór, þú sofnar alveg sjálfur!

Þór: É ekki duglegur að borða gjöti mitt, é dækka ekki! (ég er ekki duglegur að borða kjötið mitt og stækka ekki)

Ég: Ertu ekki duglegur að borða kjötið þitt?

Þór: Nei. É ekki gára'ða. É er bara lítill. Vittu lúlla hjá mér, bara smá!

Mamma: Sjóræingjar eins og þú eru stórir og sterkir

Þór: É ekki lengur sjóræningi, é er bara Só. Venjulegu Só Sijónsson! (ég er ekki sjóræningi lengur, ég er bara Þór. Venjulegur Þór Sigurjónsson)

...fór og knúsaði kútinn minn- smá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ dúllusnúður.  Þau kunna á mann þessi kríli.   Knús.

Hlín mín (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttkast.  Jésús hvað mig langar að knúsa hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 10:32

3 identicon

Maður getur ekki verið harðnagli alla daga ársins. Dúllan litla!

Elsa (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband