Í dag...

Eins og aðrir foreldrar leiði ég hugann að því margoft á dag hversu óendanlega rík ég er að eiga þrjú yndisleg börn. Var að koma inn af mínum þriðja foreldrafundi, þriðja kvöldið í röð. Finnst alltaf jafn skemmtilegt að sitja slíka fundi og drekka í mig upplýsingar um það sem börnin mín eru að gera í "sinni vinnu" daglangt. Það er frábært og innihaldsríkt starf sem fer fram í skólum og leikskólum í dag...

Fyrsti bekkingurinnByrjaði á því á mánudagskvöldið að sitja fund um hvað skólastúlkan mín mun gera í fyrsta bekk í vetur. Var kosin bekkjafulltrúi þar ásamt foreldrum þriggja annarra barna. Hlutverkið er mér ljúft, en ég kannast orðið vel við það en ég hef tekið það að mér tvisvar sinnum í Almars Blæs bekkjum, bæði í Ártúnsskóla og hér á Reyðarfirði síðasta vetur...

Stóri strákurinn minnÍ gærkvöldi var samskonar fundur í tengslum við sjöunda bekkinn. Eins og á mánudagskvöldið var farið yfir áherslur vetrarins ásamt því að kynna eineltisáætlun skólans kynnt, líkt og í fyrsta bekk. Lét af störum sem bekkjafulltrúi þar...

Þrumuguðinn minnÍ kvöld var svo haustfundur leikskólans. Það er afar fjölbreytt og spennandi starf sem fram fer í Lyngholti og ég er afar sátt. Samkvæmt lögum var stofnað foreldraráð fyrir leikskólann- auk þess sem foreldrafélag er starfandi. Munurinn á foreldraráði og foreldrafélagi er sá að foreldrafélagið snýr meira að uppákomum sem komið er á fót, s.s. vorferð, piparkökumálun og slíku. Væntanlegt foreldraráð mun funda með leikskólastjórn og ræða mál sem snýr að skipulagi starfsins, námsskrá o.fl. Ég var kosin í þetta nýstofnaða foreldraráð og er ég afar ánægð með það, en mér finnst mikilvægt að vera eins mikið inn í málefnum barna minna og ég get...

Viðurkenni það fúslega að mér reynist þetta viku-viku fyrirkomulag með krakkana erfitt. Er með hjartverk af söknuði þegar "barnlausa helgin" er liðin og heil vinnuvika framundan án þeirra. Ætla að enda annars væmin pistil á afar fallegri hugsleiðingu sem ég fékk senda frá leikskólanum í vetur og eflaust margir hafa séð. Lestur hennar snertir mig alltaf og sér í lagi núna þegar ég er ekki eins mikið með gullmolunum mínum og ég vildi...

Góð samanLitlu krúttin mínHin heilaga þrenningGaman á höfninni

Í dag

  • Í dag ætla ég að stíga yfir óhreina tauið, taka þig í fangið og fara með þig út að leika
  • Í dag ætla ég að skilja diskana eftir í vaskinum og láta þig kenna mér að setja saman nýja púslið
  • Í dag ætla ég að taka símann úr sambandi og hafa slökkt á tölvunni og sitja með  þér úti í garði og blása sápukúlur
  • Í dag ætla ég ekki að skammast neitt þótt þú suðir um að fá ís, heldur ætla ég að kaupa hann handa þér
  • Í dag ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þvi hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór eða efast um ákvarðirnar sem ég hef tekið varðandi þig.
  • Í dag ætla ég að leyfa þér að baka smákökur sem mega vera allavega í laginu.
  • Í dag ætla ég að bjóða þér á skyndibitastað og kaupa barnabox handa okkur báðum svo þú getir fengið bæði leikföngin.
  • Í dag ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá því þegar þú fæddist og hversu mikið ég elska þig.
  • Í dag ætla ég að leyfa þér að sulla í baðinu og ekki vera reið yfir bleytunni.
  • Í dag ætla ég að leyfa þér að vaka lengur og sitja úti á svölum og telja stjörnurnar.
  • Í dag ætla ég að kúra hjá þér og lesa bók þó að ég missi af uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum.
  • Í dag þegar ég renni fingrunum í gegnum hárið á þér, þegar þú ferð að sofa, þá ætla ég að þakka Guði fyrir þessa stórkostlegustu gjöf sem nokkur getur hlotið.
  • Í dag mun ég hugsa til allra þeirra foreldra sem standa yfir gröfum barna sinna, en ekki yfir rúmum þeirra, og allra þeirra foreldra sem eru á sjúkrastofnunum og horfa á börnin sín kveljast og þjást í hljóði vegna þess að þau geta ekkert gert, og biðja fyrir þeim.
 Og þegar ég kyssi þig góða nótt mun ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þig, bið hann ekki um neitt nema einn dag í viðbót.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff... mér finnst þetta alltaf fallegt. Væmið, já, kannski, en fyrst of fremst fallegt!

Þér eruð semsé kona einsömul um ´þessar mundir?

Það vissi ég ekki! En sá það fyrst núna. Það er synd. En þegar einar dyr lokast, opnast aðrar.

Knús að vestan

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 14:56

2 identicon

AWWWWW....Kjút..

Talandi um kjút... ég er búin að finna jólakjólinn á Bríeti og Eygló... bjútí

Hlín mín (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:21

3 identicon

Kvitt fyrir lestri, var semsagt hér. 

Knús, - svona stubbaknús. Þau eru best! 

Elsa (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband