Tvær lausar og eitt hökuskarð!

Síðunni hefur borist mikilvæg tilkynning...

Berjablá og brátt tannlaus Bríet!Bríet er með tvær lausar tennur. Loksins- loksins að eigin mati! Eftirfarandi samtal átti sér stað í gær milli "brátt-tannlausu" og Helgu mágkonu minnar:

Bríet: Helga, ég er með tvær lausar tennur!

Helga: Nú! Hvar eru þær?

Bríet: Nú, í munninum á mér!

...já, þær eru mis-gáfulegar spurningarnar sem fara í loftið!  Já tönnslurnar tvær, sem mér finnst barnið ný "búið að taka" eru í neðrigóm. Í munninum...

Önnur stórfrétt verður að fá að fljóta með! Þrumuguðinn var saumaður saman í fyrsta skipti í gærkvöldi- en líklega þó ekki í það síðasta!

Við vorum á Breiðdalsvík hjá Jóa og Helgu. Þar sem sjóræingaleikur Þórs stóð sem hæst, sveiflaði hann sér milli stofusófa, flaug eins og sönnum sjóræingja sæmir og lenti á hökunni! Jakk. Það sá í kjöt. Læknir kallaður út frá Djúpavogi og móðir, dóttir og mágkona skröngluðust með blóðugan Þór á heilsugæsluna...

Útkoman var tvö spor í höku. Tveimur sporum of mikið að aðstandendakvenna mati! Þrumuguðinn lét að sjálfögðu í sér heyra en stóð sig þó eins og sannur sjóræningi! Orðið hökuskarð hefur öðlast nýja merkingu á Búðarmelnum. Heldur betur. Meðfylgjandi mynd sýnir hökuplástur sem kallað er "jólasveinaskegg" innanhúss!

Flottust á haustdegi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

7_5_137

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:58

2 identicon

Æi, dúllinn! Það er enginn maður með mönnum nema vera með ör á hökunni. Hef prófað að gera óformlega rannsókn á málinu og komist að því að annar hver maður hefur lent í svipuðu og Þór. Hann er því innvígður! Koss á bágtið!

Elsa (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:50

3 identicon

Það er bara rokk að vera með lausar tennur og að vera öróttur.

Hlín mín (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:26

4 identicon

Obbbobbbobb...

Ja hérna hér.  Blóðugur endir á annars frábærum degi. Mikið var gaman hjá okkur  í sveitinni...

Svo segi ég  "lifi jólaskapið" bara.  Á öllum vígstöðvum. Ertu alveg komin í Helgu Möll kannski? 

Lúv

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Jú- þetta var rokk! Rokkum í kringum jólátréð, nei nei, var nú bara með saklaust stöff á fóninum- instrúmental!

Elkaða- eins og ykkur!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 9.9.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband