Lesið allt um okkur í Mogganum í dag...
29.8.2008 | 09:01
Vaknaði í roki og rigningu fyrir allar aldir í morgun. Var komin í vinnuna fyrir klukkan sjö, enda töluvert mikið að gera. Brjálað að gera skulum við segja. Elska svona veður. Fólk horfir á mig með vanþóknun þegar ég segi þetta en mér finnst þetta svo notó. Bara...
Þrumuguðinn verður þriggja ára á mánudaginn. Ótrúlegt hve hratt þetta líf líður, eins gott að nýta hverja mínútu. Við ætlum að sjálsögðu að halda veislu á sunnudaginn, honum til heiðurs. Hann vill helst bjóða öllum leikskólabörnunum- já sem og flestum bæjarbúum ef það er mögulegt! Krútt!
Annars erum við prúðuleikararnir í Mogganum í dag. Það er smá viðtal við mig auk myndar af okkur. Endilega kíkið á það, sérstaklega þið sem saknið okkar þarna fyrir sunnan, blikk, blikk...
...erum á blaðsíðu 18!
http://mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/pdf//2008-08-29/A2008-08-29.pdf
Athugasemdir
Nú verður maður dröslast í mela og kaupa mánkann...
Hlín mín (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 10:41
Jú- nú er mánkinn skyldulesning ættarinnar um helgina! Vildi að þið kæmust í ammilli- en það er auðvitað eitt slíkt á Reykjavíkurveginum líka! En- verð líklega að vinna í borginni næstu viku þannig að við getum lufsast saman væna. Kannski hannað eitthvað viðbjóðslega trendí! Díll?
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 29.8.2008 kl. 11:06
shift játs, er til í tuskið enda grasekkja flest kvöld vegna leikhúsbrölts Klandrans
Hlín mín (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 12:09
Æji þið þarna sætust í Mogganum í dag. Sakni, sakn og regnvott knús héðan..
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:59
Bendi þér jafnframt á að skoða miðopnu nýjustu vikunnar. Þar er einn myndarlegasti (sama hvernig er á það litið) saumaklúbbur landsins. En við sem búum úti á landi og vinnum þar líka græðum svo sannarlega nokkra klukkutíma á viku. Gott að sjá ykkur svo sæl á svip. Sé að ég er marg búin að missa af þér í borginni . En við hittumst við tækifæri. Knús og kossar fyrirfram til þrumuguðsins.
Ykkar vinkonur.
Anna/Marta (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 18:00
Ætla sko að skoða það- enda um fádæma myndarlega konu að ræða!
Hei- kannski við búum okkur nú bara til deit í vikunni- hvað segir frúin um það? Hef alveg slatta að segja sko...
Ykkar vinkona
K
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 29.8.2008 kl. 18:23
Gaman að lesa viðtalið við þig.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.