Helgin í myndum fremur en máli...
14.7.2008 | 23:16
Fór með grísina þrjá á æskuslóðir á laugardaginn. Harpan mín var einnig í heimsókn á sömu slóðum og með því að plata Hönnu Björk og "Ingu ömmu" með okkur, þá mölluðum við saman góðum hóp í pikknikk. Stefnan var tekin á Stöðvardalinn og þótti afkvæmum mínum hápunktur ferðarinnar þegar móðir þeirra gerði sér lítið fyrir og brunaði yfir á til þess að komast á áfangastað, það voru rokkmerki á öllum fingrum þegar yfir var komið!
Eftir busl og heimsókn til afmælisbarnsins Jóa ("litli" bróðir minn) vorum við svo heppin að fá að heimsækja litla folaldið Ósk sem Jói og Helga eiga. Það sló í gegn hjá öllum, já eða flestum viðstöddum. Amma Jóna telur slíkar skepnur fara betur undir tönn en úti á túni...
Athugasemdir
Mikið er hann tengdasonur minn er mikill fríðleikspiltur. Já og afkvæmin öll með tölu náttlega. Myndir af móður í fyrri færslu einnig sérlegar fagrar. Bara alveg sætust Krissa mín;-)
Lúv!!
Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:56
Svei mér ef það er ekki eitthvað áþekkur svipur á Þór og Þengli...einhver grallaraspóasvipur! Ákaflega sætir menn. Flottar myndir og fallegt fólk sem býr svolítið langt í burtu frá okkur, en er þó nær en margur borgarbúinn sökum dugnaðar móður við blogg. Takk fyrir það!
E
Elsa (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:12
Knúsaðu mömmu þína frá mér.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.