Hei gaur, tæknin er eitthvað að stríða okkur!

Er komin frá Akureyri. Kom reyndar seinni partinn á laugardaginn og er allavega búin að gera tvær ef ekki þrjár tilraunir til þess að flytja fréttir af viðburðinum en tæknin hefur eitthvað verið að stríða mér og netið hefur hent mér út á viðkvæmustu tímapunktum!

En hvað um það. Ferðin var alveg frábær. Þessi strákahópur er alveg magnaður, þeir eru svo flottir, prúðir, já og klárir í fótbolta. Fjarðabyggð fór með þrjú lið, B-C & D. Almar Blær var í C liði og þeim gekk mjög vel, unnu meirihluta leikjanna en það dugði þó ekki til að komast beint í úrslitin og enduðu þeir í 10 sæti, sem er alveg frábært!

Ég lærði glænýjan orðaforða þó svo ég sé með eitt eintak á heimilinu öllum stundum, en aðalhittari sumarsins hjá mér verður- "hei gaur!"

Er líka búin að gera tilraunir til þess að setja inn myndir sem hefur gengið eins vel og með textann, sem sagt ekki! Prófa að henda einni og einni inn...

Mættur á svæðið í miðvikudaginnHittum fullt af vinum úr höfuðstaðnum- Almar Blær og ValgarðVinirnir Almar Blær og GulliSíðustu upphitunarmínútur fyrir leikFótboltamæðgin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit nú ekki hvort þessi athugasemd er viðeigandi:) En...ég get svarið það að Almar Blær er með tennurnar frá þér! Þetta er sama settið, bara copy/paste. Til hamingju með það, enda einstaklega fallegt stell!

Elsa (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Jah!

Hef aldrei spáð í þetta, en það er kannski satt! Aumingja barnið- vona að honum líði ekki eins og mér þegar ég var á hans aldri, þá fannst mér tennurnar í mér ekki smart- langaði svo óskaplega í spangir! Tannsinn taldi það ekki mögueleika þar sem þær eru nokkuð mikið beinar frá náttúrunnar hendi...

...en mér þóttu teinar alveg málið, sem og ljóst hár, freknur og að vera örfhentur! Allt var smart sem aðrir vor með!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 7.7.2008 kl. 15:13

3 identicon

Verst að okkasar... keppa ekki á sömu mótum, hefði verið gott að tjalda við hliðina á þéer..... Stefnum á símamótið í Kópavogi um næstu helgi og verðum að sjálfsögðu langflottastar.

Elskum ykkur.

Bestu kveðjur.

Anna/Marta (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband