Játning- læknisheimsókn, afi hans Dúmbó og skór!
23.6.2008 | 21:37
Byrja á ofurlítilli játningu. Er skipulagsfrík. Stundum gott en stundum slæmt. Gott þegar um skipulag fataskápsins ræðir en slæmt þegar um skipulag uppbyggingar bloggsíðunnar ræðir. Fannst eitthvað óttalegt "drasl" í óflokkaða albúminu í stjórnkerfi bloggsíðunnar í kvöld. Ákvað að henda aðeins út. Hugsaði ekki lengra. Áttaði mig fljótlega á því að þegar gestir ætla að smella á mynd í pistil og skoða nánar þá er engin innistæða fyrir, döööö! Nenni ekki að hlaða þeim aftur inn, enda draslar maður ekki út þegar maður er nýbúinn að taka til!
Fór til læknis í morgun. Á hækjunum. Heiti ekki Sara lengur heldur Hækja, enda enginn heimsborgarabragur á mér þessa dagana! Barasta ekki. Var lækniskvinna sammála þeim upp-húmoraða (sjá blogg um læknahúmor hér neðar), sammála um að ég hefði slitið allavega eitt liðband. Sagðist einnig sjaldan hafa séð jafn slæma tognum. Skál í fargans boðinu, í botn! Enda lítur fóturinn á mér út eins og á langafa Dúmbó, sem starfaði í sirkus alla sína tíð...
En bara af því að ég get það ekki langar mig svo að vita hvar Regína Ósk fjárfesti í þeim bleiku! Ef einhver telur sig hafa svarið þá í guðanna bænum kastið því fram. Er svo hætt að tala um þessa skó, lofa, lofa því. Tíu fingur upp til guðs, já og fimm tær sem eru það stöðugt þessa dagana!
Athugasemdir
Hæ hæ !!
Ég veit að hún fékk þá í Bianco :-)
Kv. Júlíana
Skósjúklingur númer 1 (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 22:05
Úúúú, vei- takk Júlíana
Ég á þá enn von...
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:44
Sá þá bleiku líka í skóbúð hérna á Glerártorgi :)
kv,
magga
Magga (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:10
Hingað til hefur það ekki verið neitt stórmál að LITA skó, þar sem þú hefur ekkert þarfara að gera þessa dagana þá ættir þú bara að fórna einu skópari í litun. Hefur líka eitthvað að gera á meðan þú ert að því. uss uss þetta var ljótt, en alveg satt þú litar bara skó
ph (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.