Arg...
13.6.2008 | 21:43
Demit! Hef ekki klúðrað málunum eins hrapalega og í tengslum við Blunt minn. Eins og ég var búin að auglýsa hér á síðunni fyrir þó nokkuð löngu ætlaði ég að fara og sjá goðið- enda búin að hlusta á hann á ipodinum í allan heila vetur!
Var þó að vandræðast eitthvað og gerði það of lengi. Ætlaði fyrst með Mörtunni minni þar sem hún fagnaði fertugsafmæli sínu í maí. Það gekk þó ekki eftir þar sem afmælisbarnið var á leið til fjarlægra landa skömmu eftir tónleikana...
Jæja þá. Til þess að gera langa og afar súra sögu stutta fór ég ekki á tónleikana. Það sem var þó allra verst þá fór ég í loftið frá Reykjavík í það veginn sem prinsinn minn var að stíga á svið! Já, var að vinna í borg óttans í gær og fyrradag og þegar við Elísabet vorum farnar að ókyrrast verulega vegna tónleikalöngunar í gærdag og athuguðum um miða- þá var uppselt! Að sjálfsögðu!
Arg!
![]() |
James Blunt á tónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.