Staut í stað tannleysis...
24.4.2008 | 21:13
Bríet er búin að bíða eftir því að missa tönn í mörg ár! Hún er aðeins fimm ára, en þykir þetta orðið frekar ömurlegt að sitja enn upp með allar barnatennurnar! Á dögunum uppgötvaði hún þó þetta, og var þó einhver sárabót;
Bríet: Þó ég missi ekki tennur þá kann ég allavega að lesa!
...jebb, jebb! Bríet uppgötvaði á dögunum alveg sjálf að hún getur lesið stutt orð. Dugleg stelpa með allar tennurnar pikkfastar!
Athugasemdir
Já barnið er snillingur, gerði mig orðlausann í borgarferðinni um daginn þegar hún gerði sér lítið fyrir og las bókatitla fyrir okkur eins og hámenntuð væri.
Gunnar R. Jónsson, 25.4.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.