Mótorhjól óskast...
16.4.2008 | 10:41
Þór segir oft á dag: "Má é motohjól"
Þór getur ekki beðið eftir því að eignast mótorhjól! Bara alls ekki. Ég lofaði hálfpartinn upp í ermina á mér um daginn. Fórum í heimsókn til Jónatans Emils "stóra frænda" (hann er ári eldri en Þór) og hann er sko mótorhjólaeigandi! Jebb, jebb, ekkert rugl! Sagði þegar ég sleit Þór bláan af orgum af hjólinu þegar komið var að heimferð að hann fengi slíkt þegar sumarið kæmi...
Hjólið hans frænda er auðvitað sniðið að hans stærð og Þór var einnig hinn vígalegasti á því. Með ljósum og óhljóðum og keyrði sjálft- með því fylgdi hleðslugeymir!
Við semsagt þurfum að eignast slíkan grip fyrir sumarið. Appsalút! Þá getur þrumuguðinn geyst um á mótorfák, með reiðhjólahjálminn sinn og skíðagleraugun...
Væri afar, afar þakklát ef einhver gæti bent mér á hvar í dauðanum ég kemst yfir slíkt tryllitæki!
Athugasemdir
Kvitt kvitt frá Stöddanum
Solveig Friðriksdóttir, 16.4.2008 kl. 14:09
Ég þekki einn sem á svona barnamótorhjól í fórum sínum, ég skal spyrjast fyrir um græjuna ógurlegu. Jóna Guðný fékk að setjast á fákinn, hann var þó ekki gangsettur gripurinn!
Kveðja úr blíðviðrinu að norðan,
Magga
Magga (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:37
Héddna
http://toys.pricegrabber.com/bikes-scooters-more/p/2008/form_keyword=motorcycle/st=filter/popup1[]=40:1029
Hlín mín (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:38
Takk mín kæra!
Þór myndi missa sig- sæi hann græjurnar á síðunni þeirr- arna!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.