Kúkasögur...

Þrumuguðinn í stuði...Titilinn er kannski ekki við hæfi á annars fallegu þriðjudagskvöldi. En þannig er mál með vexti að Þór svarar þessu til þegar hann er spurður hvenær hann hafi hugsað sér að leggja bleyjunni og fara að gera þarfir sínar í klósett: "Adrei!"

Neibb, það er nefnilega það, hann ætlar aldrei að hætta með bleyju. Orðinn tveggja og hálfsárs og harðneitar klósettheimsóknum með öllu!

Í dag, að leikskóla loknum var sá stutti að leika sér. Ég kom að honum þar sem hann var að brasa með borvélina, brjálað að gera við að laga hlaupahjólið hennar Bríetar. Var líklega allt í henglum, slíkar voru aðfarirnar í viðgerðunum...

Ég: Úff, hvaða kúkalykt er hérna

Þór: É ekki gúga!

Ég: Nú, nú, það var einkennilegt! Hvaða kúkalykt er þá hérna?

Þór: Sett ekki gúgalitt, sett er pitsulitt!

...jú jú, pitsulykt var það heillin! Frekar slakur lygari drengurinn...

Marta vinkona Bríetar var í heimsókn í dag og gengu þær stöllur inn í mykjuhauginn þegar ég var að skipta á pitsasnúðnum! Marta á bróður sem er nánast alveg jafn gamall og Þór...

Marta: Kúkar Þór enn á sig

Ég: Iss, já-ennþá. Hann fer nú vonandi bráðum að hætta því! Er Sebastían (Mörtu bróðir) hættur með bleyju

Marta: Já, hann er farinn að kúka í klósettið

Ég: Ókei, rosa duglegur

Marta:

Ég: Er langt síðan hann hætti með bleyjuna? 

Marta: Ja há! Það eru mörg ár síðan!

...já, þau eru svo ferlega bráðþroska þarna í innbænum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

HAHAHAHAHA já já mörg ár síðan. Þessi börn eru alveg yndisleg.

Linda litla, 15.4.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þetta minnir mig einmitt á afhverju ég ákvað að eignast ekki fleiri börn ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband