Undarlegar eldingar...
27.3.2008 | 22:09
Fæ oft afar undarlegar eldingar í hausinn. Þar sem ég sat í Laugardalshöllinni í fyrra- ásamt mörg þúsund öðrum sönnum Sykurmolaaðdáendum og beið spennt eftir að sjá goðið mitt stíga á stokk fékk ég mynd í hausinn...
Björk Guðmundsdóttir hefur verið mitt Idol síðan ég var lítil. Hef líklega verið tæplega tíu ára þegar hún var með óléttuna út í loftið. Bara flott. Mamma strauk sér um höfuðið og tautaði fyrir munni sér að þetta gæti varla verið góð fyrirmynd fyrir dóttluna! En ég hef dáð Björk allar götur síðan og farið á flesta þá tónleika sem hún hefur haldið hérlendis...
Fór í höllina með Hlínsu vinkonu minni og varð henni líklegast til skammar. Táraðist af hrifningu trekk í trekk, var ekki töffari fyrir fimm aura! Nema hvað! Þar sem ég sat og hlustaði á upphitunarbandið fékk ég mynd og texta í hausinn! Gersamlega!
Sá hana fyrir mér. Mynd með texta. Skissaði myndina upp um leið og ég kom heim. Skrifaði hjá mér textann. Brunaði svo í bæinn daginn eftir til þess að kaupa mér striga og olíu...
... þegar myndin loks þornaði skundaði ég með hana á auglýsingastofu til þess að fjárfesta í setningu. Sá strax að aumingja strákurinn sem afgreiddi mig var alls ekki viss hvort hann ætti að græja fyrir mig setninguna eða hringja beint og láta leggja mig inn! Ákvað loks að gera mér til geðs og út fór ég með þessa setningu í poka:
"Förum á refaveiðar í sólarlaginu- með blómakrans í hárinu og í háhæluðum skóm"
...ætlaði að "mynda myndina" og skella henni hérna inn en það gengur greinilega ekki nema í björtu! Geri það á morgun...
Athugasemdir
Það þarf nú meira til en grenjandi kvendi að verða mér til skammar. VÆNA.
Hlín mín (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:43
Er virkilega hægt að kaupa setningar ?
Kær kveðja.
Helga Antons frænka frá Stödd (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:18
Já Helga mín. Kaupi setningar reglulega. Var með eina slíka á stofuveggnum mínum í íbúðinni minni í Reykjavík...
Málaði appelsínugulan flöt undir hana. Hljómaði svo; Næsti hálftími verður þrjú korter...
...fínt fyrir mig þar sem mig vantar sirka fimm viðbótartíma í sólarhringinn- þannig að auka korter við hvern hálftíma hentaði mér mjög vel. Stal spekinni á vegg stúdentaljósritunar HÍ á sínum tíma!
Þannig að setninga, já já, vær kaupir maður í metravís!
Kveðja Frænka
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 28.3.2008 kl. 18:02
Uuuuuu... ha? Hvað áttu við? KAUPA?? meiraðru að láta þrykkja henni á strigann eða....?
ég ekki skilja
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 23:25
Sko
Þegar ég lét græja fyrir mig stóru setninguna á vegginn fékk ég hana bara sjálf á límmiða og við settum hana sjálf á vegginn. En með myndina lét ég gaurinn í búðinni setja hana á. Málaði aðra mynd í "þessu kasti" og setningin á henni var skrifuð í hring þannig að hann setti hana líka á fyrir mig...
Krissa
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 29.3.2008 kl. 09:48
Ohhh ég var líka á Bjarkartónleikunum - alveg hreint frábærir - fór bara ein því mér datt enginn í hug sem vildi koma með mér......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.3.2008 kl. 07:24
sæl nafna!!
sá að þú kvittaðir hjá múttu túttu!! fyndið að ég fæ uppveðrast líka þegar ég sé á ég á nöfnu...held meira að segja að ég hafi einhvern tímann kvittað hjá þér á barnalandinu...varstu ekki einmitt að vinna á leikskólanum á skerplugötu??
heimurinn er alltaf svo lítill og eins og við erum nú fáar bólurnar þá hittir maður alltaf á eina og eina...
kær kveðja frá sverige
bóel.
p.s. mér finnst bara verst að þú skulir vera kölluð krissa!!!
bóel (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:46
Kristín Björg þó! Að þú hafir ekki getað sagt þér það sjálf að ég hefði farið með þér-þó tónleikarir hefðu verið haldnir í Kína! Heheheh! Það var bara æði!
Bóel! Ja þú segir nokkuð. Það fer nú ýmsum sögum af því hvað ég er kölluð. Vinkonurnar kalla mig Krissu- þó nokkuð stór hópur kallar mig Kristborgu (en þá verð ég að viðurkenna að ég hrekk aðeins við því mér finnst verið að skamma mig) og annar smá-hópur sem kallar mig Bóel. Það finnst mér fallegast. Kannski ég fari bara að vinna í því að láta kalla mig Bóel, já svei mér!
Jú ég var að vinna á Mýri í Skerjó!
En nafna- ertu búin að rekja okkur saman á "íslendingabók"
Bestu kveðjur Bóel sem er bæði kölluð Krissa og Kristborg
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 1.4.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.