Ógisslega komfí!

Lenti í öðru "bloggmómenti" í dag. Er búin að vera í Reykjavík að vinna. Sitja á fundum daginn út og inn þykjast vera afskaplega gáfuleg. Hraðspólaði í búðir í gær og í dag milli funda...

Ég er þessi týpíska "Medium (M)-menneskja" í fatastærð og nota skó númer 38. Getur ekki verið hversdagslegra. Í dag var hins vegar öllu öðruvísi farið. Fór á ljóshraða gegnum Kringluna. Þegar ég áttaði mig á því að ég var búin að stoppa þrisvar sinnum við sömu skóna sá ég að ekki var hjá því komist. Þeir bláu gætu ekki annað en bæst í skósafnið myndarlega, maður verður nú að eiga alla liti ekki satt! 38 var of stórt en 37 var málið. Kannski er ég að skreppa saman- eða nei, nei...

Fór því næst í aðra ónefnda verslun í Kringlunni. Vissi þar af kjól sem ég bara varð að eignast. Hann var svona "Krissulegur" (sjá gærdagsblogg). Ég á ekki einn einasta sparikjól en aftur á móti þó nokkra hversdags, svona svipaða og dóttlan klæðist í í leikskólanum...

...jæja, ég skunda að slánni með kjólunum. Bað afgreiðslustúlku um aðstoð og lagðist svo á bæn að hann væri til í "minni" stærð. Stúlkan virtist ekki mikið eldri en Þór sonur minn (sem er 2ja ára), jú kannski frekar á aldri við Bríetina mína (5 ára)...

...júh sko bara! Þarna hékk M og það bara í fremstu röð. Tók hann upp en hann virtist eitthvað voðalega lítill. Leitaði um stund og fann L. Hann leit út eins og hefðbundinn M-kjóll. Jæja, mín í mátunarklefann...

...hvað er annars málið með mátunarklefa í verslunum. Þeir eru algerlega "anti" sjálfstyrkingarklefar. Lýsingin er svo skæ-hæ að hver einasta bóla, hvert einasta óplokkað augabrúnahár sést og rótin sem er komin í hárið á manni öskrar á mann eins og ljón...

...ég afklæddist í snatri (ja eða svona að því marki sem maður gerir í mátunarklefum) og þröngvaði mér að sjálfsögðu fyrst í M-kjólinn. Nje, hann var ekki að gera sig. Hvurslags! Hef ég sleppt of mörgum tímum úr ræktinni Elísabet, getur það verið- eða hvað er málið? Komst úr kjólum við illan leik...

...smellti mér í L-kjólinn, speglaði mig og kíkti fram þar sem unga stúlkan stóð og beið spennt...

Smástúlka; Já, hann er bara mjög flottur á þér. Hann mætti ekkert vera minni...

Ég; Ja, já kannski. Ég er nú vön að vera í M

Smástúlka; Já, þetta eru ógisslega lítil númer skilurru...

Ég; Já, örugglega

Smástúlka; Já. Sko, ég á svona kjól sjálf. Hann er alveg ógisslega komfí og ég er búin að nota hann geðveikislega mikið. Ég mátaði sko S en hann var of víður yfir brjóstin þannig að ég þurfti að taka XS...

Frekar skondin gella, nýbúin að segja mér að þetta væru "ógisslega" lítil númer en hún þurfti samt að taka minna en venjulega- enda var hún varla meira en 14 kíló!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér með birtuna í þessum mátunarklefum!... ógisssssla töff blogg hjá þér

Arna Silja (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband