Hvernig get ég ekki verið "Krissuleg"?

Tók við afar djúpri athugasemd í dag. Hitti samstarfskonu mína sem varð að orði- "mikið ert þú Krissuleg í dag".  Ég hugsaði mig um smástund og þakkaði svo bara fyrir. Hlaut að vera hrós, eða hvað?

Í hverju var ég? Jú, í bleikum leggings, svartri peysu og stígvélum. Frekar úfin og tætt eftir samskipti við sunnanvindinn. Jú, jú, þetta haut að vera hrós. Allavega eitthvað voðalega krúttlegt við kommentið...

...en, hvernig ætli ég sé sjálf þá daga sem ég er ekki Krissuleg? Humm? Það er spurning. Líklega þann dag sem ég myndi mæta í buxum með broti og satínblússu í vinnuna. Sá dagur rennur líklega ekki upp þannig að spurningunni er enn ósvarað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Krissuleg!! Þetta gæti jafnvel náð að vera lýsingarorð hins almenna borgara!

Velkomin á moggabloggið Krissa mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Velkomin á bloggið mín kæra - sko þú er Krissuleg þegar þú ert berfætt í flatbotnaskóm - það er mjööööög Krissulegt!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband