Aaaaaalveg að verða kall!
10.3.2010 | 21:45
Þarf nauðsynlega að vera á sirka billjón snúningum dag hvern til þess að dæmið gangi upp með sómasamlegum hætti. Fór loksins með Þór í fjögurra ára skoðun í dag fyrir vinnu, en það hefur marg frestast. Svo sem lán í óláni, þar sem við bara tókum fimm ára sprautuna með í pakkanum!
Barnið var viktað, hæðamælt, sjón- og hæfniprófað almenn. Almáttugur minn, ég er þess nánast viss um að hann getur keppt í Útsvari eftir, eða þá að minnsta kostið í Gettu betur, slíkar og þvílíkar voru spurningarnar og kúnstirnar sem hann þurfti að kljást við. En minn maður, glansaði í gegn og átti meðal annars eina af sínum gullslegnu setningum...
Hjúkrunarkona: Heitir þú bara Þór?
Þór: Nei, ég heiti Þór Sigurjónsson
Hjúkrunarkona: Áttu systkini Þór?
Þór: Já, eina systur. Hún heitir Bríet og er sjö ára. Svo annan bróður sem heitir Almar- hann er alveg að verða kall!
...jah-so! Gjemli, gjemli, enda að fara að fermast eftir nokkra daga!
Athugasemdir
Trúi þessu bara varla að litli drengurinn sé að komast í fullorðinna manna tölu og verður farinn að fá alvöru Mojito innan fárra ára. Treysti að undirbúningurinn gangi vel og veit að drengurinn minn veit nkl hvernig þetta á að vera.... verst að vera ekki nær svo maður gæti rétt hjálparhönd brotið servéttur eða slett í form....og sá sem er ennþá lítill klikkar náttla ekki á að vera frábær....
ástarkveðja yfir landið þvert.
Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:57
Hann er svo mikið met hann þrumuguðinn! ;-) Já og reyndar hefur AB nú reyndar alltaf verið dáldill kall og aldraður í sér kannski....;
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:26
Hann Almar Blær er eeeeldgömul sál, Bríet er kjarnakona og Þór þrumuguð...þetta eru mikil myndarbörn sem þú átt Krissa mín og virkilega gaman að þessum gullmolum frá þeim :)
Jóhanna Seljan (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.