Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Bræðslan mín og Bræðslan þín
23.7.2010 | 20:59
Er algerlega sjúr á því að stemmningin verður alveg súperfín í Bræðslunni annað kvöld þegar þetta lag hljómar...
...og kannski ég biðji Elleni Kristjáns svo að syngja þetta, bara fyrir mig...
Víííí ég hlakka svo til. Frábært veður í kortunum. Búin að henda niður myndavél, sólgleraugunum, tjaldinu og Tópaspelanum. Bíð bara eftir Siljunni minni og bið brunum af stað í fyrramálið. Ligga, ligga, ligga lá...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páverfúl her
21.7.2010 | 23:43
Þegar ég var lítil stelpa á Stöðvarfirði átti ég ótal pennavini um allt landið. Á Patreksfirði, í Grindavík, á Djúpavogi og í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Þökk sé hámenningarlegu tímaritunum Æskunni og ABC...
Ég hef alla tíð skrifað mjög mikið og finnst enn í dag gaman að setjast niður og senda frá mér línur um daginn og veginn. Þannig að vel má segja að ég eigi enn stöku pennavini. Sendi frá mér línu við og við, ekki með bréfdúfum frá Stöðvarfirði, heldur í gegnum veraldarvefinn...
...þessa frásögn fékk góðvinur um daginn:
Staður: Borg óttans, hárgreiðslustofa
Stund: Föstudagur júní
Klippikona: Jæjessgan. O hvað á ég svo að gera við þig? Komin með svo obboslega sítt hár, sverða það hefur bara vaxið alveg eins og arfi. Finnst það hafa bara verið í gær þegar ég klippti á þig hanakambinn!
Sjálfið: Æji, ég veit það ekki. Skipti um skoðun eftir klukkutímum. Langar mjög mikið í almennilega klippingu, en er búin að hafa fyrir því að safna þessu endalausa hári. Er vön að vera meiri rokkari um hárið en það júnó það hæfir mér betur. Gerðu bara eitthvað skemmtilegt, ég er meira en til !
Jahso. Það varð úr. Inn steig Kristborg hin prúða, með snúð í hári en út kom brjálaða Bóel, sem gæti allt eins tekið upp myndina Rokk í Reyðarfirði á næstu dögum! Nei, nei það eru töluverðar ýkjur, en þó
Hentist í vinkvennahús. Vissi ekki alveg hvort ég var í einhverskonar sjokki vegna hármissis. En, líkar illa að falla alveg í hópinn, hitt er svo miklu skemmtilegra. Er þó ánægð hve almenningur er seinn að kveikja á perunni með það!
Staður: Kópavogur, vinkvennahús
Stund: Laugardagur. Klukkan 09:00
Je minn einasti eini. Hvað er fokkíngs málið? Er algerlega nauðsynlegt að það rigni eldi og brennisteini þegar ég bregð mér af bæ í helgarferð. Taldi mig vera búin að fá minn skammt af því að vera í föðurlandinu það sem af er sumri í óveðursbælinu fyrir austan. Nei, þá er um að gera að hafa rigningu og ROK í Reykjavík. Það rignir lágrétt, svei mér
Plan dagsins:· IKEA (Nauðsynleg búlla fyrir einstæðar mæður á rassgatinu, eins og okkur vinkonurnar)
· Sorpa (VinkonAN var að flytja og virðist ætla að henda öllu lauslegu, nema hugsanlega börnunum sínum og skóflotanum)
· Sólgleraugnakaup (je ræt, það viðrar aldeilis til þess)
· Bíó (Að sjálfsögðu er MÖST að sjá vinkonur okkar frá NY, í Sex and the city)
· Einhverskonar máltíð og hugsanlegt, en þó algerlega óráðið miðbæjarframhald
Vöknuðum aðeins þunnar. Trúnó gærkvöldsins skolað niður með einum of mörgum hvítvínsglösum. En, hvað leggur kvenþjóðin ekki á sig til þess að leysa heimsmálin? En að morgunleikfiminni á gufunni lokinni vorum við færar í flestan sjó. Túrbóplani dagsins!
Sjálfið: Æji, urrr mér finnst hárið á mér ekki málið. Ég er eins og mamma!
Vinkonan: Hvaða vitleysa er eiginlega í þér! Er ekki mamma þín með strípur og lagningu? Þú ertrokkari!
13:00
Vóh! Þetta gátum við. Afstaðin IKEAferð með sænskum kjötbollum og öllu inniföldu. Sorpuferð þar sem vinkonan var næstum sjálf fokin ofan í óflokkað, enda nánast í fyrirburaþyngd varla meira en 10 merkur. Sólgleraugu var það eina sem vantaði, enda gat ég sagt mér það sjálf finnst ekkert sérverkefni erfiðara en það!
Vinkonan: Eigum við ekki bara að leggja okkur? Finnst við alveg eiga það skilið eftir þessa helför!Sjálfið: Jesús minn, jú!
það var úr. Tvær síngúl konur á fertugsaldri, í barnafríi lögðu sig á miðjum laugardegi. Enda slagveður og því fyrirgefanlegt. Gerðist síðast árið 1998, en þá var ég líklega með streptókokka og 39. gráður á selsíus!
22:00
Bíóferð tékk!
Vinkonan: Ég er í brjáluðu stuði eftir þessa mynd, hvernig væri nú að við myndum bara skella í okkur restina af beljunni og kíkja í bæinn.
jahso!
Miðbær Reykjavíkur á bjartri sumarnóttu. Intrestíng. Mér leið nákvæmlega eins og vistmanni 3C öldrunardeild!
Sjálfið: Er enginn eldri en fimm ára hérna?
Vinkonan: Kíkjum á Austur, það er oft skárra!
Eftir að hafa beðið í korterslangri röð komumst við inn í fyrirheitnalandið Austur. Jú, þar var landslagið aðeins annað. Þarna mátti sjá Loga Bergmann, sjarmatröll miðaldra kvenna. Stelpurnar á honum eins og mý á mykjuskán. Einnig helming landsliðsins í knattspyrnu, líklega að fagna upphafi fótboltaveislu ársins. Já, já það mátti alveg tékka á þessu
náði augnkontakt við einhvern mann, eins og gengur og gerist. Hann vatt sér út úr vinahópnum sínum, gekk til mín og sagði;
Do you speak icelandic? I really like your haircutt!Vinkonan: Ég sagði þér það, hvað ertu væla þú ert ógeðslega flott.
ég var ekki nema rétt búin að snúa mér við, þröngva mér eina ferð á barinn (sem var eins og að taka þátt í Flóabardaganum, svo erfitt var að komast alla leið í troðningnum) þegar það er tosað laust í hárið á mér. Sný mér við og nánast lendi í sleik við, jú annan útlending
Are you from Iceland? Sucha powerful haircutt!
Vinkonan: Ég sverða, þú átt pleisið! Dússupva!
Þarna áttaði ég mig á því að ég gæti dregið til baka umsókn mína í klaustrið á Kollaleiru, í það minnsta ef ég væri tilbúin til þess að flytja úr landi. Páverfúl her er klárlega frasi helgarinnar! Vinkonan brosti sem Sólheimabúi, enda hennar eina takmark í lífinu að koma vinkonu sinni út...
Eftir að hafa nánast þrætt alla bari höfuðborgarsvæðisins fór hungrið að segja til sín, enda klukkan að nálgast fjögur. Á stundum sem þessum langar mig aðeins að borða eitthvað viðbjóðslega óholt, eins og Hlöllabát
Sjálfið: Nei, nú vil ég fara að komast að borða, ég er að andast! Mig langar í Hlölla
Vinkonan: Farð þú á Hlölla, ég get ekki borðað svoleiðis mæjónesógeð ég ætla að fara á staðinn hérna hinu megin, Indverska.
Hún fór sína leið og ég mína. Ljóst er að mun fleiri hugsa eins og ég aðfaranótt sunnudags, því vinkonan fékk fljótafgreiðslu og var sest á bekkinn áður en ég var búin að koma mér fyrir í röðinni. Ég sá fljótlega að hjá henni settust tveir menn. Vinkonan sú kurteisasta sem ég þekki, þannig að ég áttaði mig á því að hún var komin í vond mál. Gat ekki betur séð en hún væri í hrókasamræðum. Ég vinkaði, en hún sagði mér eftir á að ég hefði litið út eins og smávaxinn hobbiti í röðinni, enda rétt hærri en 10 ára barn
seint og um síðir fékk ég matinn minn og gekk í átt að garðbekkjapartýinu
Vinkonan: Við skulum koma!
Sjálfið: Ha, ég er ekki byrjuð að borða?!
Vinkonan: Kristborg Bóel, þú getur bara borðað á leiðinni í leigubíl!
noh! Já, vinkonan var sumsé búin að fá nóg af ný-vinum sínum tveimur. Hugsanlega ekki miklar mannvitsbrekkur. Annarsvegar var um að ræða mann frá Eistlandi, sem talaði einhverskonar hrafl í íslensku. Hins vegar gersamlega mállausan vin hann. Báðir líklega rétt undir sextugu, semsagt enganvegin til þess að deila!
Ég þorði ekki annað en að hlíða, en þegar vinkonan kallar mig báðum nöfnum, veit ég að það er langbest. Sumsé. Í þær tuttugu mínútur sem ég beið í röðinni barðist vinkonan fyrir lífi sínu. Ekki í þeim skilningi, heldur fyrir því að sanna sanna tilveru sína
Eisti: Ar jú from Alberta in Kanada?
Vinkonan: Mí? Nó, nó, nó, nó æm from Æsland
Eisti: (Hélt nú aldeilis ekki) Nó. Ég hitta þig áðan mannstu, at ðe bar Barbara
Vinkonan: Nó! Æ vos not ðer
Eisti: Jes! Æ met jú!
Vinkonan: Iiii, NÓ!
Eisti: Jes, jes ég hitta kona í rauð kápa, djust læk jú
Vinkonan: NÓ! Æ vos not in Barbara. Æm from Æsland, not from Kanada!
Eisti: Ókei. Ðen, prúf jor æslandik and sing Ísland er land þitt!
það var þarna sem ég kom úr röðinni. Vopnuð Hlölla með mikilli mæjónesu og kók í dós. Tilbúinn að bjarga vinkonu minni frá því að þurfa að standa upp á bekk á Austurvelli og gangast undir inntökupróf í sínu eigin móðurmáli!
Svona er Ísland í dag, með Eistnesku ívafi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugur manns
21.7.2010 | 16:48
Hugur manns er magnaður. Algerlega. Við það eitt að heyra tónlist er manni hent í aðstæður, aftur í tímann. Minningar. Ljúfar. Eða sárar. Líklega ljúfsárar. Heyrði þetta í útvarpinu í dag og það var eins og við manninn mælt. Magnað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undur og stórmerki
17.7.2010 | 21:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)