Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Hugsanleg upprisa í sjónmáli
18.11.2010 | 20:57
Get svoleiðis svarið það. Þessi blessaða bloggsíða mín hefur ekki átt auðvelt uppdráttar. Er svona svolítið eins og talnalásinn í skyggnilýsingunum í Með allt á hreinu. Inn- út -inn- inn- út. Eða þó frekar svona aðallega út. Íhuga að gera einhverja bragarbót á. Lofa þó engu, en þjáist að tjáningarþörf á nokkuð háu stigi um þessar mundir...
Annars er jólaskapið og almenn kósýheit að hellast yfir okkur smáfjölskylduna. Fórum í bókasafnið í dag og tókum allar jólabækur sem hönd á festi. Hófum jólahúslestur í kvöld, dæmalaust notarlegt. Íhugum að baka um helgina, heilan helling -enda heimaSÆTan farin að telja niður dagana í afmælið sitt. Þór telur þó lífs-nauðsynlegt að fjárfesta í fleiri piparkökumótum, eigum líklega ekki nema ein tuttugu. En allur er varinn góður...
Svona í takt við almenna heimilisrómantík í Tungu læt ég eitt af mínum uppáhalds uppáhöldum fljóta með. Njótið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)