Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Smíðavinna í stað útihlaups, kemur vonandi út á það sama...
30.9.2009 | 18:19
Ja- hér snjóar í fjöll! Fari það í logandi. Fannst það næg afsökun til þess að fara ekki út að hlaupa aftur í dag. Veit, ég veit- ekki góð afsökun...
...hef mér það til málsbóta að ég skúraði allt og smíðaði upp eina jólaseríu. Kósí...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Næ varla sixpakkinu fyrir septemberlok...
29.9.2009 | 17:11
Í góðu formi? Tja, látum okkur sjá! Iii, nei! Fór út að hlaupa áðan, um leið og ég kom heim úr vinnunni. Hljóp í 20 mínútur og gerði svo 100 magaæfingar. Líður eins og ég hefði hlaupið heilt maraþon og svo farið í tugþraut á eftir!
Það er allt í lagi fyrir mig að fara að koma mér í form, því ekkert bólar á sixpakkinu sem ég auglýsti fyrir mínum tæpu 1000 lesendum í heilsublaði Álpappírsins að ég ætlaði að ná fyrir septemberlok! Ég hef enn nokkra daga til stefnu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgarfríííííííí....
24.9.2009 | 22:47
Hvað er að þessu dévítans myndasístemi hér! Arrrrgggg...
Hef aldrei hlakkað eins mikið til þess að fara í helgarfrí og núna. Leiðinda vinnuvika að baki- get ekki beðið eftir að lenda á Reykvískri grundu seinni partinn á morgun. Jesús minn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjögurra ára þrumuguð
1.9.2009 | 16:39
Ungbarnið mitt er fjögurra ára í dag. Örverpið sem jafnframt ber titilinn Þrumuguðinn í vina og fjölskylduhóp...
"Heitir hann bara Þór" spurði almenningur gjarnan í forundran yfir almennri nísku foreldranna í nafngiftum. Það þótti ræfilslegt með afbrigðum. Aftur á móti þykir mér þriggja stafa nafnið RISAstórt, alveg eins og hann sjálfur þó smár sé...
...kúturinn sá myndi leikandi stjórna heilli herdeild. Ákveðinn, veit hvað hann vill en þykir þó fátt bera en að kúra í hlýju fangi og segir þá gjarnan eitthvað voða fallegt...
Þór; "Ég elska þig mamma, en líka Tönju- því hún er svvvvvo mikið krútt"
Elsku kúturinn okkar, innilega til hamingju með daginn þinn- hibbhibbhúrra! Mamma, Almar Blær, Bríet og að sjálfsögðu Stúfur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)