Mega-dóninn hann Lúlli rokkari!
17.10.2009 | 17:41
Meiri bloggþörfin þessa dagana! En, gleymdi að segja frá því hve við erum með ótrúlega dónalegan grallara í heimsókn hjá okkur um helgina...
Lúlli leikskólabangsi kom með Þór heim í gær. Hann verður okkar gestur um helgina, fylgir okkur í því sem við brösum. Ekkert með það. Hann var voða glaður að komast úr pokanum sem hann var í á snaganum hans Þórs. Við stöldruðum stutt við heima því við þurftum að fara nánast beint á tónfundinn sem Bríet var að spila á (sjá gærdagsblogg)...
...Lúlli var hljóður og kurteis á tónleikunum sjálfum en þegar út í bíl var komið tók annað við...
Í bílnum...
Mamma: "Jæja ástin mín, þetta var nú aldeilis flott hjá þér" (beint til Bríetar, en hún spilaði Glettinn máninn ein og óstudd, algerlega án þess að ruglast. Fannst ykkur það ekki?"
Þór: "Nei, það fannst mér ekki! Mér fannst Jökull bara flottur." (en Jökull er nemandi sem er lengra kominn í náminu og farinn að spila heillöng rokklög á rafmagnsgítar)
...þegar þarna er komið sögu er allt farið í uppnám, Bríet hágrætur vegna leiðindadóma samferðafélaga síns. Ég reyndi að malda í móinn og snúa atburðarásinni...
Mamma: "Svona segir maður ekki, þetta var alveg glæsilegt hjá Bríeti- ROSALEGA flott!"
Þór: "Þetta var ekki ég sem sagði þetta, heldur Lúlli. Hann vill bara hlusta á rokk!"
Mamma: "Mér finnst Lúlli nú bara dóni!"
Þór: "Ég tala bara við Lúlla, segi honum að hann eigi ekki að segja svona.
...já. Lúlli rokkari. Það er svo sem vel- okkur finnst rokkarar flottir! En dónalegir rokkarar, nei takk...
Athugasemdir
uss hehe þetta er nú meiri dóninn. Spurning hvort við fáum ekki bara Bríeti til að koma og spila fyrir okkur á leikskólanum. Hún er svo mikill snillingur :) Knús í Tungu :)
Lotta (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.