Á Lagi-stöðinni...
17.10.2009 | 11:36
Nú rétt í þessu...
Bríet og Þór hafa tekið undir sig alla neðri hæðina, báðar stofurnar, forstofuna, borðstofu og gang. Það er mömmó í gangi...
Bríet er mamman og hefur fullt í fangi með að huga að litla barninu sem ýmist er verið að drusla inn eða út úr vagninum. Ekki ólíkt henni sjálfri sem svaf aldrei nema tíu mínútur í einu...
Þór er pabbinn en hann hefur aftur á móti ekki nokkurn tíma til þess að sinna afkvæmi sínu, en gengur um allt stórum skrefum- með sólgleraugu, vinnuhanska og verkfæratösku. Gleymir sér aðeins um stund og kallar á mig;
Þór; "Mamma!"
Ég; "Já"
Þór; "Viltu hjálpa mér aðeins. Ég get ekki lokað þessari hurð en ég þarf að gera það af því að minns var að koma heim úr vinnunni"
Ég; "Já, ekkert mál. Hvar vinnur þinns?"
Þór; "Á Lagi-stöðinni. Þar er allt að gera. Svo er minns bakari líka"
...já, já, já, já- það er best að halda sig í eldhúsinu, en það er eini staðurinn sem er nokkuð seif þessa stundina!
_____________________
Annars er ég á leið í jarðaför, að kveðja hana Fríðu mína. Þar er gengin dásamleg kona og sú langmesta dama sem ég hef nokkurntíman kynnst. Hvíl í friði...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.