Fjögurra ára þrumuguð
1.9.2009 | 16:39
Ungbarnið mitt er fjögurra ára í dag. Örverpið sem jafnframt ber titilinn Þrumuguðinn í vina og fjölskylduhóp...
"Heitir hann bara Þór" spurði almenningur gjarnan í forundran yfir almennri nísku foreldranna í nafngiftum. Það þótti ræfilslegt með afbrigðum. Aftur á móti þykir mér þriggja stafa nafnið RISAstórt, alveg eins og hann sjálfur þó smár sé...
...kúturinn sá myndi leikandi stjórna heilli herdeild. Ákveðinn, veit hvað hann vill en þykir þó fátt bera en að kúra í hlýju fangi og segir þá gjarnan eitthvað voða fallegt...
Þór; "Ég elska þig mamma, en líka Tönju- því hún er svvvvvo mikið krútt"
Elsku kúturinn okkar, innilega til hamingju með daginn þinn- hibbhibbhúrra! Mamma, Almar Blær, Bríet og að sjálfsögðu Stúfur
Athugasemdir
Krúttibollan! Knús á línuna og sérstakar kveðjur til afmælisbarnsins :-)
Halla K (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:47
Svo mikið rétt með það að nafnið er alveg í takt við karakter unga mannsins..;-)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.