Húsbíll fyrir allan peninginn!

Þjónustuaðili: "Lýsing góðan dag"

Kúnni; "Já, góðan dag. Ég var að velta fyrir mér bílaláni"

Þjónustuaðili; "Já, þá ertu á réttum stað. Hvers konar bifreið er það sem þú ert að fjárfesta í"

Kúnni; "Það er húsbíll"

Þjónustuaðili; "Er það nýr bíll"

Knúnni; "Já, alveg splunkunýr- árgerð 2009"

Þjónustuaðili; "Hvað kostar hann"

Kúnni; "Hann kostaði 5500 krónur"

...þetta verður líklegt samtal mitt við bílalánsfyrirtækið á mánudag. Strax í bítið. Get svoleiðis guðsvarið það. Fór og fjárfesti í LEGOhúsbíl fyrir Þór áðan, en hann verður 4ra ára á þriðjudaginn og er með hverskyns húsbíla á heilanum. Bíllinn sá er þó afar smávaxinn, fyrir sjóndapra er heillavænlegra að styðjast við smásjá. En rúmar 5000 krónur kostaði gripurinn. Fari það í norður og niðurfallið...

Þrumuguðinn hefur semsagt afar mikið dálæti á húsbílum. Spyr mig reglulega að því hvenær í ÓSKÖPUNUM við ætlum að fá okkur einn slíkan. Ég svara því alltaf til að það sé ekki efst á forgangslistanum. Þór skilur mig ekki. Hann vill búa í húsbílnum, keyra í húsbílnum og helst starfa þar þegar að því kemur. Það var svo um daginn, líklega einn af þeim dögum sem hafði rignt linnulaust í þrjár vikur að hann segir;

"Nú væri gott að eiga húsbíl. Þá þyrftum við ekkert að fara út þegar við færum í búðina í þessari endalausu rigningu"

...skarpur þrumuguðinn!

Plinzinn minn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf jafn dásamlegur,,,

petrea (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:10

2 identicon

Hann Þór hefur sko svör við öllu ekki málið!!

Þórstína Hlín Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:26

3 identicon

Hann er alveg yndislegur....til hamingju með prinsinn

Erla Dögg (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband