Af sláturkeppum og sveppum

Enn bólar ekkert á lausn myndamála hér á þessari guðsvoluðu síðu!

En nú skal fara að huga að haustverkum, en þá er ég alveg sýnd hratt. Í fyrsta falli þá er ég að prjóna mér lopapeysu! Bara skemmtilegt- en nú fer heldur að styttast í ógæfuhliðina, held að ég verði að fá einhverja hjálp til þess að "setja niður" bekkinn- sér í lagi þar sem ég þurfti að minnka ermarnar til muna frá uppskriftinni...

Búið að bjóða mér í sveppatýnslu í Hallormsstað í vikunni og ég ætla ekki að láta segja mér það tvisvar, að fara með vanri sveppatýnslumanneskju í leiðangur. Laufey er alger gúrú í þessu sem og allskonar jurtatýnslu og nú ætla ég að læra sem aldrei fyrr. Burn, bura og plastpokar fara í bíl í vikunni og bruna í héraðið, ef viðrar...

Þá eru það blessuð berin. Sá viðtal við konu í fréttunum á dögunum sem ætlaði að týna 300 kíló í ár. Veit nú ekki alveg með það en ég ætla einnig að ferja heim í lítravís. Er hér með hætt að kaupa fokdýr ber í Bónus til þess að setja út í "skyrbústið" mitt- nei, nú er það bara sjálfsþurftarbúskapurinn sem gildir!

Svo ekki sé nú talað um slátrið maður lifandi! Ég ætla að taka slátur í haust. Krakkagormarnir eru brjáluð í það þannig að mér er ekkert að vanbúnaði. Blóðsúthellingar og bringusundshandtök í balanum á haustdögum...

Á haustin gerum við okkur líka tonn af fiskibollum og kleinum. Það finnst ungviðinu einnig afar athyglsvert og skemmtilegur viðburður...

Kreppunni er hér með sagt stríð á hendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af haustverkum vesturbæjarbúa er eftirfarandi á dagskrá:

-Taka 5 slátur (manstu hvað Glógló var glöð?? )

-Búa til kæfu

-Kleinubakstur

-Elda fyrir 3 vikur og setja í frysti ( svo það þurfi bara að setja í öbbann fyrstu vikuna þegar kríli 2 mætir á svæðið )

-Reyna að kaupa heilu skrokkana og setja í frysti

Þetta allavega hljómar vel... og gasalega kreppuvænlega. Við erum ógeðslega búkonulegar GÆSKAN....

Knús.

Hlín mín (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband