Sundgagnrýnendur

Við stóra smáfjölskyldan íhugum nú heilshugar að gerast sjálfskipaðir sundstaðagagnrýnendur. Ætli við getum sótt um styrk úr kreppusjóði? Er ekki gagnlegt fyrir landann að geta sótt allar helstu upplýsingar á einn stað?

Höfum svo sannarlega gert víðreist síðustu daga. Sundlaug Hafnar í Hornafirði á laugardag, heiti potturinn í Hólabrekku á sunnudag, hin glænýja sundlaug Álftaness í dag og Árbæjarlaug á morgun. Bóka má formlega í allar skruddur að við erum bæði tandurhrein og með gígantísk sundfataför nú í sumarfríisbyrjun...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heyrðu gamla vinkona. Það er ein svona síða til. Það er hjá snillingnum Gunnari Hjálmars. this.is/dr.gunni minnir mig að slóðin sé. Þar er hann með ýmsa rýni, þ.á.m sundstaðagagnrýni.

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.7.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband