Skærbleikt kaffiboð skal það vera!
19.6.2009 | 18:00
Var að koma úr vinnunni minni. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að í dag er 19. júní- baráttudagur okkar kvenna. Líkt og í fyrra héldum við Alcoakonur upp á daginn með því að bjóða okkar konum, sem og öðrum konum úr samfélaginu...
Gúðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri öryggis-og heilsu og Þuríður Sigurjónsdóttir rafvirki ávörpuðu samkomuna og stóðu sig með prýði. Bergey Stefánsdóttir ein úr okkar glæsilega sumarstarfsmannahópi söng þrjú undurfögur lög meðan rúmlega 100 konur gæddu sér á ljúffengum veitingum frá Lostæti...
Mætingin var líklega í við meiri en í fyrra sem fór þá fram úr okkar björtustu vonum. Að dagskránni lokinni var konunum boðið upp á skoðunarferð um álverslóðina í rútu. Við sem að skipulagningunni stóðum í fyrra og nú í ár erum himinlifandi. Við erum stoltar af því að sjá hve mikinn áhuga konur hafa á álverinu og sjáum að þessi viðburður er eitthvað sem koma skal og verður hefð á kvennadaginn 19. júní um ókomna tíð!
Áfram stelpur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.