Misrétti!

Eftir annasamn vinnudag í gær, föstudag sótti ég afkvæmi mín sem ég hafði ekki séð síðastliðna vikuna. Við rétt fórum heim, pökkuðum okkur niður í sundtösku og héldum á Eskifjörð í laugina. Komum að vísu við og gripum Hafdísi vinkonu Bríetar með í buslið...

Þegar í sundlaugina var komið hlupu þau léttfættu að sjálfsögðu á undan mér að klefunum. Eins og gerist og gengur. Stelpurnar fóru beina leið í kvennaklefann en þegar ég kom þar að stóð Þór þar, horfði á skiltið og sagði;

Þór; "Er þetta strákaklefinn?"

Ég; "Nei, þetta er stelpuklefinn, komdu"

Þór; "Nei, vil vil fara í strákaklefann" (af augljósum ástæðum að sjálfsögðu!)

Ég; "Mamma má ekki fara í strákaklefann- og þú verður að koma með mér, ég þarf ennþá að hjálpa þér"

Þór; "Já en ég má ekki heldur fara í STELPUklefann!!!"

...já hvernig á maður að skilja þetta endalausa misrétti!

Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúllan lífið er bara ekki fare alltaf:)

Anna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband