Kristborg Bóel frá Uppsölum hefur loks gefiđ sig fram á allan hátt...
13.4.2009 | 17:54
Heimsins fráskildasta konan er augljóslega ekki heimsins duglegasti bloggarinn!
Undarleg páskahelgi ađ baki hjá mér. Ég var ekki međ börnin mín og tók ţví ţá ákvörđun- sem fólki fannst almennt undarleg- ađ fara og vera ALein í sumarbústađ á Einarsstöđum. Fannst ţađ vera eitthvađ sem ég ţurfti á ţessum tímapunkti. Eftir viku sótthita og hálsbólgu, međ öll börnin mín hjá mér var ég alveg búin međ hvert einasta batterí!
Pakkađi niđur tölvunni minni, vinkonum mínum frá New York, páskaeggi númer fimm, náttfötum og rauđvínsflösku og hélt í útlegđ. Kom í skóginn á skírdag og kom ekki til baka fyrr en nú um hádegi. Dvölin var hin ánćgjulegasta. Mesta hvíldin á amstri hversdagsins ţykir mér fólgin í ţví ađ komast út úr ţeirri rútínu sem fjögurra manna heimili fylgir. Ađ dagurinn klárist ekki međ góđu nema 47 verk klárist, og ţađ í hárréttri röđ!
Félgasfríkin Kristborg Bóel Steindórsdóttir tróđ sér ţví í gatslitna prjónapeysu Gísla á Uppsölum og hitti hvorki kóng, prins eđa prest frá fimmtudegi til mánudags. Má vera ađ ţađ sé saga til allavega ţarnćsta bćjar en konan sú er ţekkt fyrir ađ una sér best í góđra vina hópi. Eini mađurinn sem ég talađi viđ "feis tú feis" ţennan tíma var mađurinn í Hrađbúđinni ţegar ég spurđi hann hvort hann ćtti tómata...
Ansi mörgum Sex and the city ţáttum síđar, páskaeggi í maga númer fimm, páskamáltíđ sem var AB-mjólk međ púđursykri, fjölmörgum hugmyndum og ćđisgengnum hugljómunum síđar er ég komin til byggđa. Hvet alla til ţess ađ vera einir um stund. En ég er búin ađ fá mig fullsadda af ţví í bili og er ađ verđa allt of sein í páskakjúklinginn hjá Jóhönnu minni Seljan!
Athugasemdir
Vá hvađ ţú ert hugrökk kona.. En flott hjá ţér.
Hafdís Rut (IP-tala skráđ) 13.4.2009 kl. 18:08
Blessuđ!
Mikiđ er gott ađ sjá uppfćrslu á síđunni. Hélt ađ lyklaborđiđ hefđi hlaupiđ útundan sér og haldiđ til hafnar!
Einarsstađir eru fínir stađir og jafnframt getur veriđ ţarft ađ eyđa tíma međ Carrie og co. Félagsskapur slíkra kvenna er nćgur, - svona stundum.
En hvernig er ţetta međ Tunguna? Eru myndir vćntanlegar?
Gleđilega páska kćra vina. Heimsins fráskildasta kona er jafnframt heimsins vćnsta kona. Knúsađi smáfólkiđ frá okkur öllum.
Elsa.
Elsa (IP-tala skráđ) 13.4.2009 kl. 22:46
Einarsstađir klikka ekki. Lifi enn á huggulegheitunum frá í fyrra...;-)
Ć bara skál í bođinu gulliđ mitt!
Hrafnhildur (IP-tala skráđ) 19.4.2009 kl. 00:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.