Sælan á enda...
7.1.2009 | 20:24
Þá er komið að þessu árlega, þið vitið...
...júbb, heilsuátakinu! Fer nú að verða pínu þreyttur þessi brandari. Allir byrja af meiri krafti en sterkasti maður heims og skíta svo upp á bak þremur vikum seinna! Allavega ég...
En nú er búið að skora á kerlu, já og allt teymið mitt í vinnunni. Þar er að hefjast heilsuátak mikið með liðakeppnum og Guð einn má vita hvað! Heilsulúðarnir skoruðu semsagt á mannauðinn og eiga vonandi eftir að sjá eftir því endalaust!
Þurfum öll í heilsumælingu fyrir átak. Héldum að það væri blásaklaust! En. Einn hefur farið í klefann út okkar herbúðum og kom að niðurlotum kominn og nánast óstarfhæfur til baka. Það er kannski ástæða fyrir því, eini karlinn í hópnum...
En á morgun er stóri dómurinn. Mæling á mælingu ofan- jakk...
Athugasemdir
Og hver voru málin!!??
bali (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:30
Kannast við þetta! Við höfum nú farið af stað í nokkur slík átök með fögur fyrirheit, nestuð horfæði og klæddar eins og íþróttaálfurinn......Ja fari það í norður og niðurfallið! Stundin er runnin upp, þetta er sko alvöru átak hjá okkur núna Krissa, það er nuppla svona átak í gangi í minni vinnu :/
Magga (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.