Allt til sölu, kostar eina tölu...
12.11.2008 | 17:58
Mig hefur alltaf langað til þess að halda alvöru flóamarkað. Það er eitthvað við það, einhver stemmning! Er búin að hugsa um þetta lengi og þegar hugsunin var farin að ásækja mig verulega í haust ákvað ég að framkvæma hugmyndina. Hóaði í nokkrar flottar stelpur og bar hugmyndina undir þær...
Hugmyndin gekk lengra og varð loks hluti af menningardagskrá Fjarðabyggðar, Myrkrum dögum sem ná hápunkti nú um helgina. Stúlknahópurinn Flærnar ætla að njóta þess að vera til á föstudagskvöldið og langar að bjóða ykkur að gera slíkt hið sama. Einnig hvet ég ykkur til þess að framkvæma draumana ykkar, stóra sem agnarsmáa eins og þennan...
Flærnar selja af sér hverja spjör...
Segjum kreppunni stríð á hendur!!
Alvöru flóamarkaður verður haldinn á Dögum myrkurs, föstudagskvöldið 14. Nóvember á Fjarðahóteli Reyðarfirði milli klukkan 18:00-22:00
Ekki láta þetta fram hjá þér fara! Ótrúleg verð, en einungis verða fimm verð í gangi, 500kr, 1000kr, 2000kr, 2500kr og 3000kr
Þægileg kaffihúsastemmning verður á staðnum.
AÐEINS VERÐUR TEKIÐ VIÐ PENINGUM, EKKI GREIÐSLUKORTUM
Hlökkum til að sjá ykkur
Flærnar
Athugasemdir
Mér finnst þetta alger snilld...Vildi að ég kæmist;-)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:49
Þú ert í stuði!!! Vinkona mín - María Heba - og vinkona hennar - Elma Lísa - hafa nokkrum sinnum verið með svona markað. Ég hef gert frábær kaup þarna á stelpurnar, flottar gallabuxur o.fl. Svo fékk ég sjálf geðveika tösku og flott hálsmen. Þetta er rosa skemmtilegt.
Vildi að ég kæmist, en eins og þú veist þá er mikið lengra á milli Reykjavíkur og Reyðarfjarðar en Reyðarfjarðar og Reykjavíkur.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:06
Já, það margborgar sig að vera í smá stuði! Vonast til að stemmarinn verði góður á morgun, erum að vísu að keppa við Sprengjuhöllina og Hjaltalín en þeir verða að spila hérna annað kvöld...
...kannski ég hefði átt að fá þá til þess að taka lagið á markaðnum, humm, hvernig væri það!?
KvK
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:33
Hæhæ, alveg fór þetta framhjá mér enda dagskráin hér svo skemmtileg. Kyndlagangan var skemmtileg og mjög upplýst, svo mjög að Byrgisnesið var í ljósum logum þegar mest logaði , eða næstum því. Allt í lagi að ýkja smá.
Solveig Friðriksdóttir, 15.11.2008 kl. 13:33
Svona erum við einmitt með hérna fyrir vestan reglulega í Arnardalnum. Það heitir Dalaport og er svona flóamarkaður. Frábær hugmynd hjá ykkur!
Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.