Hjálp óskast!

Þá er ég ekki að tala um út úr kreppunni, læt mér ekki detta í hug að nokkur geti það- frekar en sjálfum sér. Nei, nei- við erum að tala um allt aðra og skemmtilegri uppákomu...

Við stelpurnar í vinnunni ætlum að hafa það viðbjóðslega gaman á laugardagskvöldið. Alveg. Blásið verður til skvísupartýs aldarinnar hér í bæ og nefnist viðburðurinn Óskalagakvöld Guðnýjar Bjargar! Fer það þannig fram að hver og ein okkar á að koma með þrjú lög, brennd á disk og láta plötusnúð kvöldsins hafa. Skvísurnar ógurlegu gefa hverju lagi stig meðan þær sötra eina umferð af "Móhító" og aðra af Cosmó! Þegar allt verður reiknað saman af stigaverði, sem jafnframt er plötusnúður, verður kona kvöldsins krýnd ásamt því sem furðu/skemmti-legasta lagið verður valið...

Ég er í veseni. Er geld fyrir lagavalinu, en það meikar ekki sens! Nefnið þrjú sigurstrangleg lög því markmiðið er að rústa þessari keppni! Ef ekki ykkar hjálp, þá að handan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Another Brick In The Wall - Pink Floyd

Could You Be Loved - Bob Marley

It´s Still Rock and Roll To Me - Billy Joel

Magnús Sigurðsson, 3.11.2008 kl. 23:30

2 identicon

Hæhó, loksins að kvitta fyrir komuna.. :)

 Um leið og ég sá að þið væruð að fara að keppast í svona laga-dæmi þá datt mér bara í hug Queen, I want to break free og fleiri frábærir slagarar, það er svo gaman að skála með Freddie Mercury! :)

Svo datt mér líka reyndar í hug fullt af lame evróvision lögum..

Núna er ég í brjáluðum fílíng í vinnunni! haha..

skemmtið ykkur vel  :)

Sonja Björk (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:44

3 identicon

Nína verður að vera með

ðem arev ða ruðrev aníN

Erla Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:32

4 identicon

Hvernig væri að skella sér á "Tvær úr tungunum" !!

Það klikkar seint, ha ha ha

Magga (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Stolt siglir fleyið mitt - topplag!

Traustur vinur - á vel við núna!

Girls just wanna have fun! - kemur manni alltaf í stuðið.

Veru ekki að plata mig - gott að reyna sig við háu tónana.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:01

6 identicon

Highway to hell - ac/dc

Rock And Roll All Nite - Kiss

ooogg

Don't You Want Me ..Baby -Human League

Skál í boðinu.

Hlín mín (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:53

7 identicon

Hlín mín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:38

8 identicon

Þú jarðar þetta með eftirfarandi lagalista:

1.Dittohead með Slayer

2. Raining blood með Slayer

3. Eyes of the insane með Slayer

Þetta eru allt killer stelpupartý lög, mojto´s flying around og fullt af girl power augnablikum sem fást með þessum tónum.

Mundu að taka fullt af myndum fyrir mig !

Kv.Magni

Magni Þór (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 01:20

9 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Heija!

Var búin að ráða okkur atvinnuljósmyndara- Hilmar nokkurn Sigurbjörnsson, sem ákvað frekar að eyða helginni með móður sinni!

...þannig að Gulli verður gerður ábyrgur fyrir því ásamt öllu hinu. Já, ég ætla rétt að vona að hér fljóti allt af skvísumyndum eftir helgi!

p.s skora á þig í kaffi í vikunni, það er langt síðan síðast

K

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 7.11.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband