Hákarl var það heillin...

Þór í RandolfssjóhúsinuFjölskyldudagur í vinnunni í gær. Var með þónokkrar efasemdir um aðstæður, enda allir hálf lumbraðir eftir veikindin, auk þess sem rokið var í afar miklu stuði! Endaði með því að troða gullmolunum í spjör á spjör ofan og hélt af stað...

Dagurinn var í alla staði vel heppnaður. Við fórum í fjárhúsin, gamla Randulfssjóhúsið á Eskifirði, sprelluðum í íþróttahúsinu, fórum í sund og að lokum var grillað ofan í mannskapinn í Randulfssjóhúsi. Mesta athygli vakti klósettaðstaðan sem sjómennirnir notuðust við hér í denn, en það var hleri ofan í opið hafið! Þetta þurfti að sýna aftur og aftur þó svo enginn hafi fengist til þess að hafa almennilega sýnikennslu...

Við elstu mæðgin héldum uppi heiðri fjölskyldunnar í hákarlinum í sjóhúsinu, en Bríet og Þór létu sig þó hafa það að smakka- við lítinn fögnuð bragðlauka þeirra! Sýnist á öllu að ég þurfi að bíða eitt ár enn með að hefja almennilega skötuþjálfun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband