"Neih- bara Guð kominn niður!"
29.9.2008 | 20:50
Var að grúska í bókunum mínum í dag. Fann þar inn á milli litla bók sem ég skrifaði oft niður í þegar Almar Blær átti góða spretti hér á árum áður. Það var alveg makalaust það sem valt stundum upp úr barninu. Man einu sinni þegar við foreldrarnir ungu vorum í foreldraviðtali á leikskólanum hans Mýri þegar hann var þriggja ára. Leikskólakennarinn hans spurði okkur hvort barnið umgengist mikið af eldra fólki. Við litum hvort á annað og sprungum úr hlátri- en við vorum ein og ömmu og afalaus í Reykjavík! En hann var með eindæmum forn í tali og datt ýmislegt sniðugt í hug, en ég hef ákveðið að láta nokkur af gullkornunum fljóta með næstu daga...
Stund: Apríl 2000 (ABS tæplega 4 ára)
Staður: Við kvöldverðarborðið
Í fréttum sjónvarpsins var umjföllum um ferðalag páfans. Sýnd var mynd af honum þar sem hann sat hokinn, íklæddur hvítum fötum
Almar Blær: "Neih- bara Guð kominn niður"
...og hélt svo áfram að úða í sig kjötbollum eins og tíðindin væru hin sjálfsögðustu!
Athugasemdir
og Góða kvöldið sveitúngar.... ca 2 ára
Hlín mín (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:06
Svo man ég eftir..,,maður sér bara yfir holt og hæðir" eða álíka kommenti ...hva c.a 3 ára?
Alger snillingur þessi elska,
Lúv....
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.