Við skulum bara hafa það alveg á hreinu...
26.9.2008 | 08:46
Hjá tannlækninum...
Tannlæknir talar við mæðgin eftir að hafa skoðað Almar Blæ í vikunni...
Tannlæknir: "Þetta var bara allt fínt, en hann er með svolítið yfirbit. Ég ætla að láta þig hafa nafnspjald hjá tannréttingarsérfræðingi sem kemur alltaf annað slagið hingað austur, það er betra að hann meti hvort eða hvað þurfi að gera."
Ég: "Já, ég athuga það" (þú svo ég vilji börnunum mínum allt það besta í veröldinni þá fann ég að kludahroll fara niður bakið á mér þegar ég hugsaði um milljónina sem ég á alls ekki fara upp í munn barnsins)
...við mæðginin héldum út í bíl...
Í bílnum...
Almar Blær: "Ég er ekki að fara að fá spangir sko!" (röddin sagði- höfum það bara alveg á hreinu!)
Ég: "Þú heyrðir hvað hann sagði ástin mín, við þurfum bara að athuga þetta."
Almar Blær: (enn meira á hreinu!) "Ég er ekki að fara að vera með spangir, það bara passar ekki við mig! Í mesta lagi einhvern góm- til þess að hafa á nóttunni!"
Athugasemdir
Almáttugur! Er einmitt að fara með frumburðinn í máltöku og gagnaöflun í næsta mánuði - hann er víst með eitthvað sem kallast djúpt yfirbit (eða var það undirbit...allavega ekki viðbit!). Þarf líklega góm, allan sólarhringinn. Drottinn minn dýri - það er ekki að vekja lukku, hvorki hjá fórnarlambinu sjálfu né foreldrunum sem nú reyna að öngla saman í tannréttingakrukkuna. Mér skilst að hún verði að vera bæði djúp og víð... suk!
God helg!
Hallan (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:32
Dísus! Er einmitt í þessum pakka. Ekki vegna undir, yfir né nokkurs bits, einungis vegna tanna sem bókstaflega virðist hafa verið hent svona einhvernvegin uppí barnið!!!
Átt alla mína samúð!
Yfirbit getur orsakað höfuðverk og kjálkaslit síðar á lífsleiðinni... það fékk maðurinn minn að reyna og fór í tannréttingar ... fullorðinn
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2008 kl. 19:03
Eins og það er nú töff að vera með spangir - og í millet úlpu og með legghlífar
Hlín mín (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:33
Hann er þá ekki líkur frænku sinni sem unga dreymdi um það að fá bæði spangir og gleraugu!
Birgitta (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:17
Jú jú, Birgitta mín- eða ég. Hefði gefið af mér hægri handlegg við öxl á þessum aldri fyrir spangir! Hvað er með ungdóminn nú til dags- endalaust smekkleysi!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.