Afmæliskveðja til Himnaríkis
14.9.2008 | 17:32
Til hamingju með daginn elsku pabbi minn. Mikið hefði ég nú frekað viljað bruna á Stöðvarfjörð í afmæliskaffi til þín í dag heldur en að skrifa þér opna afmæliskveðju til himnaríkis. En svona er þetta- þetta er áttundi afmælisdagurinn þinn þarna uppi, og að sama skapi í áttunda skipti sem ég sest niður og kasta á þig skriflegri kveðju...
Tíminn líður ótrúlega hratt eitthvað. Að það skuli virkilega vera átta ár síðan þó fórst, þá aðeins 61 árs. Finnst svo óréttlátt gagnvart Bríeti og Þór að þau þurfi bara að gera sér í hugarlund hvernig þú varst. Almar Blær ber þér vel söguna, þó svo hann hafi bara verið fjögurra ára þegar við misstum þig. Hann hefur alltaf verið svo gömul sál, mér finnst hann hafa verið miklu eldri. Man hann spáði eðlilega mikið í þetta allt saman, eftir slysið. Teiknaði fólk með brotið höfuð í hálft ár á eftir, það voru allir á sjúkrahúsi. Allir PLAYMO leikir gegnu út á það sama, það lágu allir meðvitundarlausir á sjúkrahúsi. Sérfræingar söguð ferlið eðlilegt, krakkar myndu vinna úr svona á sinn hátt...
Fór inn í kirkjugarð um síðustu helgi. Bríeti þykir þetta einstaklega merkilegt, að þú "sofir" þarna einhversstaðar undir grasinu og öllum blómunum. Þór hafi mestan áhuga á kirkjugarðshliðinu og hafði orð á því að það þyrfti að laga það, mætir líklega verð verkfæratöskuna næst- hefur líklega fengið það frá þér, humm...
Vona að dagurinn þinn hafi verið ánægjulegur. Amma Jóhanna hefur líklega hrært í nokkrar pönnukökur ef ég þekki hana rétt og gefið þér rjóma með.
Héðan biðja allir að heilsa, knúsaðu ömmu og alla hina frá okkur!
Krissa, Almar Blær, Bríet og Þór
Athugasemdir
Knús úr borginni.
Elsa (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 08:41
Adda bloggar, 15.9.2008 kl. 10:57
...knús héðan líka !!
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:58
Falleg orð Kristborg.
Hér á bæ er oft rætt um tilgang lífsins og krökkunum finnst frekar óréttlátt að hafa ekki fengið að kynnast afa sínum enda sögurnar margar sem þau hafa heyrt af honum en nú eru komin 10 ár síðan hann kvaddi þetta líf blessaður.
Þessir tveir karlar okkar voru frábærir og eru eflaust að brasa eitthvað saman í fiskinum þarna í efra, ætli pabbi sé ekki að fiska og pabbi þinn að stýra söltuninni
Solveig Friðriksdóttir, 17.9.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.