Það var ýmist klukk eða stikk!
11.9.2008 | 23:24
Það var ekki ósjaldan sem maður sagði "klukk" eða "stikk" í þá gömlu góðu. Var í útileikjum endalaust. Klukkaði þegar maður var'ann og smellti sér í stikk þegar hlaupastingurinn gerði vart við sig. Þó maður sé 30+ þá er maður ekki sloppinn, en ég var klukkuð í gær. Takk Adda mín, stend í varandi þakkarskuld við þig ...
Fjögur störf sem ég hef unnið við
Nohh! Það er bara pass á fyrstu spurningu. Nánast. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er nánast í minni fyrstu "fullorðins vinnu" núna hjá Alcoa Fjarðaáli. Það gekk nefnilega þannig til að ég skiptist á að vera vera í skóla og ganga með börn. Sniðugt ekki satt, klára það bara hvort tveggja og fara svo að vinna! Stúdent- Almar Blær, Kennaraháskóli Íslands- Bríet og Náms-og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og Þór. Þori ekki fyrir mitt litla líf í frekarar mastersnám þar sem ég fagna alltaf svona rosalega!
En jú jú. Næst síðasta vinnan mín var eins árs afleysingastaða fræðslufulltrúa á Umferðarstofu. Það var bæði mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Var á þeim tíma sem verið var að endurskoða fræðsluefni fyrir börn, þegar Innipúkinn var að fæðast! Á þessu tímabili var Umferðarstofa einnig að keyra í gegn fyrstu áróðursauglýsingarnar. Man að ég átti að mæta í myndatöku til þess að leika lík- munið ekki eftir þessu, Ragnheiður Gröndal söng Vísur Vatnsendarósu og það voru andlit á malbikinu. Þetta er í eina skiptið í seinni tíð sem mamma sagði- "nei, Kristborg Bóel- þú tekur ekki þátt í þessu". Ég hlýddi mömmu, enda þori ekki annað þegar hún kallar mig fullu nafni!
Þar áður vann ég á leikskólanum Mýri í Skerjafirði í Reykjavík. Ohhh, það var æði! Mýri er 100 ára gamals bárujárnshús og það var leikskóli Almars Blæs alla hans leikskólagöngu. Leikskólinn er að hluta foreldrarekinn og eitt af verkefnum foreldrana á haustin er að koma saman í leikskólanum eitt kvöld og taka slátur- gersamlega frábært fyrirkomulag!
Þar áður var það bara þetta hefðbundna sem sveitastúlku sæmir. Til dæmis harðfrystihúsið á Stöðvarfirði. Er ótrúlega þakklát í dag að hafa prófað að vinna þar, fannst það reyndar aldrei leiðinlegt. Við Harpa mín stóðum saman á "línunni" og höfðum það gaman!
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá
Æi. Hvurslags leiðindi eru þetta? Ég er ofboðslega lítil bíómyndakona! Uuuuu...
- Babettes gæstebud- dásamleg dönsk mynd, algert gull!
- Bangsímon- bara gull. Bangsímon er mesti heimsspekingur sem til er!
- Englar alheimsins
- Sex and the city: Bíð eftir henni á DVD. Á eftir að stúdera fötin aðeins betur!
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Á semsagt ekki fjórða staðinn til en get alveg sagt frá því að ég ætla að búa á Ítalíu þegar ég verð stór
Fjórir sjóvarspsþættir sem mér líkar
- Fréttir
- Aðþrengdar eiginkonur (vó en hátíðlegt svona á móðurmálinu)
- Sex and the city
- Kompás
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Boston
- Prag
- Kaupmannahöfn
- Portúgal
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Er algert matargat. Vinkona mín (Marta Kristjánsdóttir, skammastu þín) kallar mig "svínið"- segir kannski eitthvað, henni finnst ég borða óeðlilega mikið og bókstaflega allt sem að kjafti kemur. Finnst bara allur matur góður þannig að þessi er mjög erfið!
- Indverskur matur er í uppáhaldi
- Verð að segja kæst skata, þó svo ég vildi ekki borða hana oft í mánuði þá bíð ég allt árið eftir Þorláksmessunni!
- Jólarjúpurnar- best í heimi!
- Hreindýrakjöt- Jói minn, áttu eitthvað?
Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Humm. Oft lesið. Það eru kannski ekki margar bækur sem ég hef oft lesið, nema jú barnabækur heimilisins- en þær kann ég flestar utanbókar. Þess utan kannski...
- Sjálfstætt fólk- eftir Halldór Laxness. Man alltaf þegar ég var að lesa hana í fyrsta skipti. Las hana fyrir svefninn og hló svo mikið að ég fékk bæði ristilkrampa og grét lítrum. Sigurjón sem ekki hafði verið talsmaður Laxness sá að hann yrði að brjóta odd af oflæti sínu og hefja lesturinn. Bókin er í tveimur bindum og ég sagði við hann að mér þætti fyrra bindið betra. Þegar hann var búinn að þræla sér í gengum hálfa fyrri bókina lagði hann hana á náttborðið og sagði; "Nei, fyrst að fyrra bindið var betra þá ætla ég að sleppa því síðara!" Já, svona er smekkur manna misjafn!
- Birtingur- eftir Voltare. Frábær bók!
- Með lífið að láni- frábær bók eftir Inga Jóhann Gunnarsson vin minn. Er alltaf með hana á náttborðinu og glugga í valda kafla reglulega. Gott að pikka í sig annað slagið til þess að minnast þess að maður er jú bara með þetta líf að láni- sem líður allt of fljótt og því er betra að nýta það sem best og njóta!
- Barnabókmenntir Astrid Lindgren og Ole Lund Kirkegord- ómótstæðilegir barnabókmenntahöfundar sem hafa skilað ótrúlega skemmtilegum og innihaldsríkum barnabókum fyrir börn- já og fullorðna. Allavega hef ég alltaf jafn gaman af lestrinum og krakkarnir. Vildi óska að ég gæti skrifað bækur eins og Astrid!
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- Hlín mín
- Guðfræðineminn í guðdómlegu buxunum MÍNUM- Gunnar Ragnar
- Kristín Björg- samstarfskona mín frá Umferðarstofu
- Hanna Björk mágkona
...þið þarna fjögur. Ég bara óska ykkur til hamingju með þetta. Held að það sé reyndar ekki gert ráð fyrir doktorsritgerð við hverja spurningu, en þið vitið að þetta er "bara ég"- er ekki góð nema ég nái að skrifa 7000 orð á dag!
Athugasemdir
Vááá engin smá svör, mikið lagt í þau.....ég hélt að þú hefðir fengið guðdómlegu buxurnar frá frænda hihihi
Sigrún Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.