Knús og kless

Fer austur í dag, eftir að hafa verið í borginni að vinna alla vikuna. Gerði að vanda aðeins 1/13 af því sem var á "stússlistanum" mínum- þ.e.a.s. atriði sem ekki voru vinnutengd. Náði þó að hitta sex vinkonur og kaupa mér skó- en annað getur líka bara beðið, það fyrrgreinda er ætíð á forgangslista!

Aðal-söguhetjurnar þrjárEr að fara inn í barnaviku. Þeinks god! Er farin að bíða eftir því að knúsa þetta litla lið í klessu, elda fyrir þau, læra heima með þeim, leika skurðgröfu eða úlf og taka rokk með Bríeti- ji minn hvað þetta verður allt næs!

Erum með stór áform fyrir helgina. Langar að heimsækja vini sem eru á leið í sveitina, fara í berjamó, kannski á hestbak og veiða. Hvernig sem það fer skiptir þó ekki máli- knús og kless er einnig á forgangslista!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pauftiru 25 skóna?

Hlín mín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Nauts maður! Þeir liggja og orga og grenja á Egilsstöðum- vilja endilega að ég kaupi sig. Ég er búin að segja þeim að ég hlusti ekki á slíka vitleysu- önsum'essekki!

Fór í búðina sem við vorum að skoða þarna um kveldið- júnó, móti Kringlunni og þar biðu þessir eftir mér. Aðeins 22 þúsundum hagstæðari en vælukjóarnir fyrir austan!

Hagsýn húsmóðir.is

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 5.9.2008 kl. 08:44

3 identicon

Þarf að fara þangað á morgun, ath með gollö

Hlín mín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband