Hætta að drekka kaffi? Æi nei takk

Fyrst að mamma er ekki að lesa þá ætla ég að koma með játningu. Reyndi ítrekað að byrja að reykja í 10. bekk í Alþýðuskólanum á Eiðum. Fékk námskeið ball eftir ball. Ekkert gekk. Þakka Guði fyrir í dag að það tókst ekki, en reykingar eru eitt það mesta "off" sem ég veit...

Kaffi er best upp á gamla mátann...En að drekka kaffi, þar var ég námsfús. Ég og Harpa vinkona byrjuðum að drekka kaffi 14 ára þegar ég vorum að vinna í frystihúsinu á Stöðvarfirði. Byrjuðum að vinna klukkan 6 á morgnana-vorum alltaf að drepast úr kulda við ormahreinsun og pökkun hráefnisins og því var drykkurinn tilvalinn til þess að fá hita í kroppinn. Það var reyndar ekkert "byrjendakaffi" á boðstólnum þar því það var svo viðbjóðslega sterkt að nánast þurfti hníf og gaffal!

Harpa í þungum þönkum...Síðan þá hef ég drukkið kaffi, svart og sykurlaust! Það eru ófáir bollarnir sem, ég hef drukkið með Hörpunni minni sem og öðrum vinkonum. Veit hreinlega ekkert betra en að ræða málin yfir því bleksterka og hugmynirnar sem hafa komið út úr umræðunum eru oft á tíðum magnaðar!

Lenti í skemmtilegum umræðum hér á Suðurlandsbrautinni rétt áðan...

Starfsmaður 1: Hvað á ég nú að gera. Ég hætti að drekka kaffi í fríinu, en á svona dögum vildi ég að ég væri ekki hættur því.

Starfsmaður 2: Af hverju hættir þú að drekka kaffi?

Starfsmaður 1: Æi bara. Fór meira að segja að trúa á galdra, fór til galdrakonu sem sagði að mér myndi líða mun betur ef ég hætti því. Ég finn það líka, mér líður miklu betur

Starfsmaður 2: Og var þetta ekkert mál. Engin fráhvörf?

Starfmaður 1: Á svona dögum jú, en það líður strax hjá. Þess vegna geng ég núna um gólf og snýst í hringi, af því ég veit ekki hvað ég á að gera í staðinn fyrir að fá mér kaffibolla! Kannski ég hætti bara líka að vera sköllóttur við þetta!

...tók ákvörðun. Ætla alls ekki að hætta að drekka kaffi. Þori því ekki. Kannski missi ég bara hárið! Ekki ætla ég að taka áhættuna á því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skál fyrir því bleksvarta góða..með pínu mjólk fyrir mig þó takk..  

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:48

2 identicon

Já, það er bara ljúft og hasarlaust að ræða um kaffi og eftir "ótrúlegt en satt - sögustund" gærdagsins er ég ekki hætt að drekka þann kyngimagnaða drykk. Jesúminn...eða frekar mamma mía! 

Takk fyrir skrensið í gær. Þú varst óneitanlega skemmtileg viðbót við "ættina!"

Já og svo vil ég koma því á framfæri að einlægar kveðjustundir eru eitthvað sem ylja manni lengi um hjartarætur...löngu eftir að kerlan hvarf sjónum á nýju skónum upp í bílaleigubílinn og reykspólaði út í myrkrið. Gott að Bríetarnar fengu nöfnin sín... 

Elsa (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 17:25

3 identicon

Mikið djöföll varstö orðin öldröð þegar þú berjaðer að drekka kaffee væna mín. Ég var femm ára.

Hlín mín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:36

4 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Já væna- enda er ég ekki alveg eins dularfull og þú í dag

Hætt'essu rugli og komdu með barnið í sveitina um helgina!¨

Knúúúúúúúúúúúúússss!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 5.9.2008 kl. 08:52

5 identicon

Ég er ekkert duló hvaða vitleysahhhh

Hlín mín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband