Bakaradrengur í morgunmat...
2.9.2008 | 09:17
Er í höfuðstaðnum. Margt nýtt að læra þessa dagana, sem er bara skemmtilegt. Mér finnst alltaf gaman í vinnunni. Lærimeistarinn minn er þó staddur á Suðurlandsbrautinni, Anna Heiða mín sem allt kann...
Var að hugsa það í morgun þegar ég var að gera mig klára út í daginn. Það er hálf undarlegt að þykja það ekki lengur undarlegt að vera á hóteli innanlands. Grand-hótel er að verða mitt annað heimili, svo oft er ég búin að gista þar síðasta árið. Alltaf jafn notalegt, að koma að brakandi hreinum og hvítum rúmfötum sem búið er að búa um þegar maður kemur aftur "heim" eftir vinnu...
Borða ekki morgunmat svona alla jafna. En það geri ég þó alltaf þegar ég er á Grand. Allt sem maður getur hugsað sér í morgunsárið er í boði. Í morgun gat ég ekki annað en brosað. Kannski er haustprógrammið bara dottið á, ég man greinilega ekki svona langt- en ég var oft á Grand síðasta haust...
Við hlaðborðið stóð "bakaradrengur" og bakaði vöfflur. Bara sísvona- beint ofan í svanga gesti. Vöfflur með sírópi fyrir klukkan átta- ég veit það ekki alveg! Allavega ekki oft í viku...
Athugasemdir
Guð væri til í beikon og egg á hverjum morgni
Hlín mín (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:58
Ég væri til í beikon en ekki GUÐ
Hlín mín (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:58
Förum nú ekki að splæsa beikoni á Guð- smellum bara sírópsvöfflum á diskinn hans! Læt vita í lobbíinu i kvöld að ég verði með hann sem fylgdarsvein í fyrramálið- koma Jósef og María líka? Eða er hún kasólétt og bíður eftir að verða léttari? Það er ekkert fjárhús í grenninu!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:17
pant taka á móti
Adda bloggar, 2.9.2008 kl. 15:09
Hlín mín (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.