Stúfur töffari...
18.8.2008 | 18:12
Ákvað á dögunum að brjóta odd af oflæti mínu eins og sagt er. Á mínu heimili hefur stanslaust verið suðað um kisu í tíu ár! Almar Blær var mikill talsmaður katta og Bríet varð það um leið og hún komst til vits og ára. Við foreldrarnir höfum aldrei verið sérlega spenntir- en faðirinn sínu ó-spenntari en ég...
Nú, þegar ég er orðin einræðis"herra" á heimilinu ákvað ég að slá á sjálflægnina og leyfa krökkunum að fá kisu, ég moppa bara aðeins oftar! Það hefur reyndar alltaf verið mín skoðun að börn hafi afar gott af því að alast upp með dýrum. Sjálf átti ég alltaf kisur þegar ég var lítil og eru þær ófáar æskuminningarnar sem tengjast því þegar ég var að troða Tásu í dúkkuföt og keyra hana í dúkkuvagninum um allan bæinn, aumingja hún...
Við náðum í hann núna áðan og það ríkir jólastemmning á heimilinu. Hann hefur fengið nafnið Stúfur, sem er vel við hæfi- ennþá allavega!
Athugasemdir
Æ stúfur er æðisleguurr... gúss'ann bara
Hlín mín (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:58
Obb bobb bobb...
Til hamingju með nýja meðliminn!! Alger snúlli. Svipurinn á Bríeti líka alveg met. Svo móðurlegur eitthvað;-)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:36
Til hamingju með tisulóruna - Soffía 3ja ára gulbröndótta biður að heilsa jólasveininum.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 19.8.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.