Eigum við að skreppa til Vestmannaeyja eða New York með flugstjóranum Kristborgu Bóel...

Staður: Reykjavíkurflugvöllur

Tími: Fimmtudagsseinnipartur í upphafi verslunamannahelgar

Staðreynd: Mæðgur á leið heim eftir skvísuferð mikla í höfuðborginni og nærsveitum. Mæðgur sem upplifðu hitamet, vinkvennahittinga, fóru í bíó og borðuðu hamborgara.

Staðreynd b: Á vellinum voru einnig fjölmargir sprækir einstaklingar á leið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bríet spurði hverju fjörið á vellinum sætti...

Bríet: Af hverju eru í svona fötum? Og með hatta og hárkollur?

Ég: Þau eru að fara á hátíð í Vestmannaeyjum, svona hátíð eins og við erum að fara á um helgina á Neskaupstað

Bríet: Ég vil frekar fara til Vestmannaeyja og verða brún!

...eee, já. Stuttur landafræðitími væri kannski alveg málið...

Staður: Í háloftunum

Ég: Bríet, hvernig finnst þér þetta; Góðir farþegar, flugstjórinn í þessari ferð er Kristborg Bóel Steindórsdóttir. Á Egilsstöðum er fínasta veður, hægur vindur og hiti 15 gráður...

Bríet: Það er ekki hægt!

Ég: Nú- af hverju í ósköpunum er það ekki hægt?

Bríet: Flugstjórinn verður að vera "hann!" Flugstjórinn verður að vera karl!

Ég: Ne-hei! Konur geta sko alveg verið flugstjórar, alveg eins og karlar. Það geta allir gert allt sem þeir vilja...

...ég sem hélt að ég væri að standa mig salífínt í feministauppeldinu, en greinilega má betur ef að duga skal. Áfram stelpur!

Staður: Heima

Stund: Heimkomukvöldið

Mæðgur brösuðu við að koma upp margra fermetra New York mynd sem ég fjárfesti í í höfuðstaðnum

Bríet: Eru þetta Vestmannaeyjar?

Staðreynd: Krútt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 14:11

2 identicon

For min i IKEA?

Elsa (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

skemmtilegt samtal á milli ykkar mæðgna hehe kveðja frá Ísó

Sigrún Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband