Sandkaka á miðvikudegi
27.6.2008 | 22:52
Eins og fram hefur komið stefnir yngsta barnið mitt á að gifta sig með Pampers á bossanum. Það er viskulegt. Eftirfarandi samtal fór milli feðga í vikunni þegar faðir skipti á syni:
Sigurjón: Heyrðu mig nú! af hverju er sandur í kúknum?
Þór: Æji, Bedís va baka saddagögu fi mi! (Bergdís var að baka sandköku fyrir mig)
...hvað gerir maður þegar manns heittelskaða skellir í köku í miðri viku? Auðvitað borðar hana, annað væri vissulega vanvirðing og háborinn dónaskapur!
Athugasemdir
ÞETTA ER AUÐVITAÐ BARA YNDISLEGT.....BEDÍS OG ÞÓÐ. AUÐVITAÐ BORÐAR MAÐUR ÞAÐ SEM BAKAÐ ER HANDA MANNI.
Elisabet Sveinsd (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 08:09
He he he he he. Sú er góð.
Bergur Thorberg, 29.6.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.