Meistari Stórval
27.6.2008 | 09:23
Dreymir ekki um neinn verandlegan hlut eins og verk eftir Stórval. Er enn að naga mig í handarbökin yfir því að drullst ekki til þess að krækja mér í verk meðan það var hægt, þá meina ég meðan þau voru enn fáanleg á viðráðanlegu verði. Held að það séu ekki mörg á markaðnum í dag og ef þau eru það þá held ég að þau séu á því verðbili að maður verði að taka bankalán...
...en ef einhver veit, þá já takk!
Athugasemdir
Ég veit um tvær myndir veit samt ekki hvort þær eru til sölu
Hlín mín (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:47
Minns vantar til sölu- ef það kostar ekki lifur og nýru!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 27.6.2008 kl. 12:00
Þú færð sko ekki mína! Sit hér í borðstofunni og nýt þess að horfa á stoltið á stofuveggnum
Ótrúleg kaupheppni á sínum tíma og nú er þetta kannski bara orðinn varasjóður efri áranna...
Hallan (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.