Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt...

Verð að játa það að nú finnst mér bara komið gott af þessum fótbolta. Skilst að það sé reyndar aðeins endaspretturinn eftir en ji minn einasti hvað þetta getur verið yfirþyrmandi! Á mínu heimili eru tveir afar veikir fótboltasjúklingar sem líður eins og á aðfangadag- dag eftr dag. Þetta er mér gersamlega á huldu. Hef reynt mitt til þess að vera ekki sjálflæg í þessu máli og láta þetta sem vind um eyru þjóta allt saman...

Svo gerist það á tíundu viku (allavega líður mér orðið þannig) að pirringurinn sem tengist þessum  sjónvarpsútsendingu verður skynseminni yfirsterkari. Ég er farin að fá kippi í augnlokin kringum kvöldmat þegar "veislan" stendur sem hæst. Anda inn- anda út...

Ekki nóg með að það séu nánast stanslausir fótboltaleikir seinni partinn. Ef það er ekki leikur þá eru umræðuþættir í tengslum við leikina sjálfa. Já já. Þá sitja sjónvarpsmennirnir með "fræðinga" sér við hlið og spá og spekúlera í þetta allt saman. Ókei. Gerði meira að segja heiðarlega tilraun í gær eða fyrradag til þess að hoarfa á einn svona þátt, en missti þráðinn afar fljótlega...

Frumburðurinn minn, 12 ára, veit allt um þetta. Held að barnið hljóti að vera afburðagreint þar sem hann getur munað öll þessi undarlegheit. Þarna skeggræða þeir feðgar kannski eitt lítið hliðarskref hjá ákveðnum manni á ákveðnum tímapunkti í hörgul. Horfi á þá sljóum augum og virkilega skil þetta ekki. Ekki um hvað þeir eru að tala og ekki hvernig í dauðanum hægt er að finnast þetta svona spennandi...

Lét út úr mér verulega heimskulega steningu um daginn, greinilega! "Það er alltaf eins og það sé sami leikurinn í gangi, ár eftir ár!" sagði ég og virkilega meinti það. Já, nei. Þetta var greinilega afar rangur misskilningur hjá mér. Er nánast viss um að ef hrá egg hefðu verið í nágrenninum hefði ég fengið eins og tvö í hausinn!!!

Það geta ekki allir haft sömu skoðun, það er alveg á tæru. Kristaltæru. Það veit ég líka. Hef samt oft hugsað út í það hvað myndi gerast ef það yrði boðið upp á Bjarkartónleika í margar vikur í sjónvarpi allra landsmanna. Tvo til þrjá á dag. Þegar ekki væru tónleikar gætum við verið með gamla viðtalsþætti við söngkonuna og svo umræðuþætti þar sem fatasmekkur hennar væri krufinn. Kannski ég bara komi þessu á framfæri. Hvernig væri að taka ágústmánuð í það? Það er hvort sem er ekki nokkur kjaftur séð fréttir í margar vikur, hú kers í nokkrar vikur í viðbót?


mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um Bjarkartónleika... mætir aðdáandi nr 1 ekki bara með hækjurnar í dalinn á lau?

Hlín mín (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:58

2 identicon

Ef mér hefur einhvern tímann verið mál að skrifa í blöðin þá er það núna.  Bara svona prinsippið.  Að Rúv skuli dengja þessum  fótbolta í tíma og ótíma á okkur öll hin-skyldug til að borga og allt (sem er náttlega enn einn kapítúli).  Bara forræðishyggja að mínu mati. Það er fullt af fólki þarna úti sem finnst fótbolti óskemmtilegur.  Barnatímanum slaufað trekk í trekk og ég veit ekki hvað( reyndar ekkert nýtt hjá Rúv)... Bara enn og aftur skál í boðinu góða -heyr, heyr....

Finndist t.d að  Rúv ætti að græja eins og eina íþróttarás á þetta  í staðinn.......held að það myndi gera meira fyrir heildina.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:11

3 identicon

Svona svona... þetta fer nú að vera búið

Hlín mín (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband