Autt blað og engin gisting!
8.6.2008 | 22:41
Veit ekki hvað gengur að mér, dettur bara ekkert í hug til þess að blogga um. Það sem meira er, ástandið hefur varað í marga daga, en það er ekki oft sem mér verður orðavant!
Annars er ég að fara í vinnuna eftir viku frí. Ji hvað er gott að stimpla sig aðeins út, sérstaklega þar sem ég hef átt einstaklega annríkt í vinnunni upp á síðkastið. Það verður samt gott að komast aftur og láta til sín taka, en það er auðvitað ófært að blaðakonan bregði sér af bæ í viku!
Annars vaknaði ég upp við verulega vondan draum í gær. Það eru aðeins nokkrar vikur, já líklega fjórar í mesta lagi þar til ég fer með fótboltaprinsinn á N1 mótið á Akureyri og ég er ekki farin að huga að gistingu fyrir okkur tvö! Held það sé ekki alveg í lagi með mig hreinlega. Þetta er alltaf RISAstór fótboltahelgi og öll gistipláss frátekin strax í janúar! Ég sem nenni ekki að vera í tjaldi, demit! Þannig að norðanmenn, ykkur er algerlega velkomið að benda mér á eitthvað "falið" gistihús sem mögulega væri hægt að fá inni þessar nætur, fyrstu helgina í júlí! Komma so...
Athugasemdir
Iss.. komdu bara til Bolungarvíkur í staðin. Þú mátt vera hjá mér :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 8.6.2008 kl. 23:07
Já hvurnig væri það góan? Annars geri ég fastlega ráð fyrir að bruna þarna vestur einhverntíman í sumar og þá er eins gott að þú eigir það svart og sykurlaust fyrir mig! Hef ekki komið á þann landshlutann síðan ég var tíu ára og þá var brunað í gegn um alla staði eins og skrattinn væri á hælunum á familíunni!
Knús***
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 8.6.2008 kl. 23:19
Eins gott fyrir þig að bruna ekki í júlí væna... því þá gerir Eygló nr 2 innrás
Hlín mín (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 08:32
Hótel Öngulstaðir ;) ef þú ert með bíl þar að segja þar sem hótelið er hinu megin við ánna ;)
kv HG
Hadda G (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.