Bara flottur!
3.6.2008 | 22:43
Færsla dagsins er einnig tileinkuð frumburðinum. Í kvöld voru skólaslitin og Almar Blær fékk umsóknirnar sínar í hendur. Þær voru einkar glæsilegar eins og hans er von og vísa. Hann hefur alla tíð verið svo jákvæður og ánægður í skólanum og ég tel að það skili honum svo mikilli velgengni. Set inn nokkrar af umsóknunum- sérstaklega fyrir Önnu Kristmundsdóttur, "gamla" leikskólakennarans sem lagði grunninn! Þess ber að geta að það er ekki sami kennarinn sem gefur umsóknir þannig að hann er allsstaðar að vekja lukku!
Lestur: "Þú tókst framsagnarpróf nú í vetur. Þú ert frábær lesari, með rétta áherslu, góðan framburð, þagnir á réttum stöðum og umfram allt sýnir þú góða leikræna tilburði. Haltu áfram á sömu braut."
Stærðfræði: "Þú hefur góðan skilning á stæðrfræðinni og góða rökhugsun. Þú ert vinnusamur og sjálfstæður í vinnubrögðum. Heimavinnuskil eru til fyrirmyndar. Einkunn 9,0.
Enska: "Þú ert framúrskarandi námsmaður í ensku, með góð tök á öllum færniþáttum tungumálanámsins. Það er mjög ánægjulegt að vinna með þér, þú ástundar námið af kappi og sýnir því áhuga."
Lífsleikni/félagsfærni: Viðfangsefni vorannar var vinátta, samvinna, traust og umburðarlyndi. Þú tekur virkan þátt í umræðum og ert duglegur í allri verkefnavinnu. Þú tekur fullt tillit til annarra og ert mjög réttsýnn. Lífsgleði þín og jákvætt viðhorf smitar út frá sér og fyllir aðra orku og bjartsýni."
Athugasemdir
Barnið/unglinurinn er snillingur, það er nú vitað. Langflottastur.
Hlín mín (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:47
Bara flottur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
Held að sjálfsögðu áfram að fylgjast með honum.
Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.