Afmælisviðbót!

Heiti pistilsins er innihald efnisins. Mætti halda að húsfrúin hefði verið að halda sitt allra fyrsta barnaafmæli en ekki það nítjánda í röðinni (Almar Blær 12, Bríet 5 og Þór 2), svo mikil var misreiknunin! Jafnvel mætti halda að um generalprufu hefði verið að ræða. En hvað var málið. Jú, á gestalista voru 10 "litlir" strákar. Já, nei. Skrifum þessa aftur. Á gestalista voru 10 stórir strákar, allavega strákar með stóra maga. Maga á við flóðhesta...

Ég fór saklaus sem blóm að versla fyrir veislu í dag. Keypti í tvær stórar pizzur sem ég taldi akkúrat passlegt. Snakk og nammi að auki, fimm lítra af gosi og auk þess beið kaka í ísskápnum. Hefði talið mig fullkomlega örugga til þess að lifa af fimm vikna fuglaflesnu innilokuð á heimilinu með vistirnar!

Nei, nei. Annað kom á daginn. Þegar tvær ofnskúffur af pizzu hurfu eins og dögg fyrir sólu og gosið gufaði upp jafn harðan þá varð að grópa til róttækra aðgerða. Úlfarnir hungraðri en áður en þeir byrjuðu að borða og enn átti einn gestur eftir að bætast í hópinn! S.o.s. Pizza pöntuð og ég út í búð að kaupa meira snakk og meira gos.

Niðurstaða: 10 strákar borða a.m.k. 3 stórar pizzur, drekka átta lítra af gosi, eina köku, tvo snakkpoka og slatta af nammi. Fara svo saddir og sælir út í fótbolta á eftir. Líður líklega eins og úlfinum í Rauðhettu, með fulla maga af steinum! Ekki að ég sjái eftir magninu ofan í þá, alls ekki, þeir eru bara frábærir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með piltinn!!! 

 knús!!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:00

2 identicon

Til lukku með únglínginn. Knús og kram og sí jú sún.

Hlín mín (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:24

3 identicon

já ég var einmitt úti að hlaupa og fór framhjá afmælinu ógurlega.....og kallaði til kellu """til hamingju með strákinn####

ekki var mikið um svör sooo buzzy var skvísan í að orginæsa eh leiki fyrir gaurana....

svo ég reyni að hrópa aftur til hamingju með stóra strákinn með stóra magann:)

vonandi komst þetta til skila

Ragna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:37

4 identicon

Allir í Rima númer sex senda Almari Blæ hamingjuóskir í tilefni 12 ára afmælisins og stórt knús að auki

Hallan (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband