Afmælisprins

AfmælisstrákurEinu sinni fyrir langa langa löngu var lítill strákur. Þegar hann var lítill grét hann og grét eins og hann væri á háu tímakaupi við það. Svo stækkaði hann og hætti að gráta. Steinhætti og hefur verið sem jólaljós síðan. Litli strákurinn hafði eitt sinn óskapar áhuga á risaeðlum, Ólafi Ragnari Grímsyni og Bin Laden- ásamt fjölmörgu öðru. Nú spilar hann fótbolta daginn út og inn eins jafnaldrarnir ásamt því að vita skóstærð og fjölda hára á höfði hvers einasta leikmanns Liverpool. Í dag er hann 12 ára. Risastór, verður kannski orðinn stærri en ég að ári!

Elsku kúturinn okkar til hamingju með daginn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamingjuóskir frá Söru Líf og Sesselju

Sesselja (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:59

2 identicon

Til hamingju með daginn Almar Blær og bestu kveðjur til allra hinna í fjölskyldunni.

 Elsa, Sigurjón, Bríet afmælisbarn í dag líka, Þengill og Logi. 

Elsa (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband